Hvellur hrossagaukur

 

Föstudagsmorguninn 24. júní hafði ég verið við suðurbakka Hvaleyrarvatns og hljóðritað frá því kl. 05:20. Elín beið í bílnum nokkru fjær. Þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í 7 ákvað ég að færa mig yfir í móana fjær vatninu og reyna að fanga þar hrossagauka í meiri nánd. Hringdi ég í Elínu, en símasambandið var svo slæmt að síminn hringdi einungis. Hún skildi hfyrr en skall í tönnum og kom von bráðar.

Á meðan við færðum okkur úr stað ropaði rjúpa nokkrum sinnum og alveg þar til við höfðum numið staðar.

Meðfylgjandi hljóðrit er frá því kl. 07:05. Notuð var MS-uppsetning með Røde NT-2A og NT-55. Mest ber á hrossagauknum í hljóðritinu. Ýmis smáflygildi koma einnig við sögu og geta hlustendur skemmt sér við að greina þau. Sérstök athygli er vakin á hreyfingunni í hljóðritinu og ítrekað að hljóðritið nýtur sín best í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum.

 

IN ENGLISH

 

In the morning of June 24 I had been recording the sounds on the southern bank of the lake Hvaleyrarvatn. At 06:40 I wanted to move to another location and try to catch the sounds of the snipes. I phoned my wife who was waiting in the car some distance away. The communication was so poor that she could not hear my voice but understood that I neede her assistance so she came.

In this recording I used Røde Microphones NT-2A and NT-55 in an MS-stereo setup. They were kept in a Blimp windscreen.

The snipes are heard and sometimes quite close to the microphones as well as other birds which listeners can try to recognize. Please note the movements of the birds. This recording is best enjoyed by listening through good headphones or reasonable loudspeakers.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Morgunstund við Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn er ofan Hafnarfjarðar. Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér aðstæður við vatnið, er bent á fjölmargar færslur á vefnum.

Í morgun, föstudaginn 24. júní, fórum við Elín á fætur kl 4 og héldum áleiðis að Hvaleyrrarvatni. Í farteskinu var Nagra Ares BB+ hljóðnemi, Blimp vindhlíf með Røde NT-2A og NT-55 í MS-stereó-uppsetningu, tveir Røde NT-1A ásamt ýmsum fylgihlutum.

Vindhlífinni varstillt upp rétt við suðurbakka vatnsins og hafist handa við hljóðritanir um kl. 05:20. Hljóðin voru afar lág og í raun gerðist fátt fyrstu hálfu klukkustundina.

Ég ákvað þá að beina hljóðnemunum ögn frá vatninu enda var meira líf í móunum fyrir ofan vatnið. Ég ákvað jafnframt að setja upp tvo NT-1A hljóðnema í NOS-uppsetningu og nota ekki MS-uppsetninguna enda var stafalogn. Árangurinn varð eins og til var stofnað eða næstum því. fjöldi fugla tók þátt í hljóðritinu. Á meðan ég var að bauka við hljóðnemana settust gæsir á vatnið og fleiri fugla dreif að, þar á meðal nokkra máva. Heyra má í hljóðritinu spjall gæsanna, mávagarg, söng auðnutitlinga, fjaðraþyt hrossagauks auk nokkurra annarra fuglategunda.

Vandinn við að hljóðrita íslensk náttúruhljóð er sá að þau eru yfirleitt fjarlæg og lág. Þo getur styrksviðið verið mikið eins og heyra má á 13. mín. hljóðritsins þear gæsirnar hefja sig til flugs.

Hljóðritið er rúmar 30 mínútur, upphaflega hljóðritað á 24 bitum og 44,1 kílóriðum. Það nýtur sín best ígóðum hljómtækjum eða heyrnartólum.

ENGLISH The lake Hvaleyrarvatn is located south of Hafnarfjordur in Iceland. Some birds are there around. Seaguls, snipes, redwings, blackbirds, plovers, redpollsand many more are to be heard there.

This recording was made on June 24 around 6 o'clock in the morning. Two Røde NT-1A microphones were used and a Nagra Ares BB+. The recording is around 35 minutes. Around min. 13 it is heard when a flock of geeze flies up from the water.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Snöggsoðinn seytjándi

Þetta er örstutt ágrip þess sem bar fyrir eyru á seytjándanum í Reykjavík árið 2011. Hafist var handa á Austurvelli, hljóðrituð lúðrasveit sú er lék þar, megininntak ræðu Jóhönnu sigurðardóttur, Karlakór Reykjavíkur og stúlknakór Kársnesskóla. Þaðan var haldið á dansleik Harmonikufélags Reykjavíkur í Ráðhúsinu um kvöldið. Þar lék Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur fyrir dansi og skemmti fólk sér konunglega. Framhjá okkur fóru að mestu tónleikar á Ingólfstorgi og Arnarhóli. Olympus LS-11 neitaði að hljóðrita þá.

Reynt var að fanga umhverfi og nýtur hljóðritið sín best í góðum heyrnartólum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglasöngur og umhverfið í Laugardalnum

Um hádegisleytið fórum við Elín í Laugardalinn að njóta návistar við gróður og fugla. Ég hafði með mér Røde NT-2A og NT-55 í blimp vindhlíf, setta upp í MS-uppsetningu. Í norðvestur-hluta Laugardalsins stillti ég ölu saman upp og hófst handa við að hljóðrita þrastasöng. Mest bar á skógarþröstum en svartþrestir héldu sig fjær.

Á 12. mínútu, u.þ.b. 11,50 mínútu, varð einhver árekstur milli svartþrastar og skógarþrastar. Nokkuð bar á loftræstingu, sennilega frá Laugardalshöllinni, en hún er hluti umhverfisins.

Seinna hljóðritið er gert skammt austan við kaffihúsið Flóru. Þar var svartþröstur nærri göngustígnum, en hann færði sig um set þegar ég birtist og hélt sig fjærri, flutti sig reyndar yfir gangstíginn. Í þessu hljóðriti ber mest á skógar- og svartþröstum, hani galar í fjarska og nokkrir smáfuglar koma við sögu auk vegfarenda. Hlustendur geta spreytt sig á að greina fuglategundirnar.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum og 44,1 kílóriðum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Shanghai Steps - Shanghaispor

 

Ágúst Shi Jin, sem gengur undir nafninu Ágúst Hallgrímsson, fæddist nærri borginni shanghai árið 1982. Hann hefur búið á Íslandi í nokkur ár og náð ótrúlega góðu valdi á íslenskri tungu. Í fyrra haust var hann kjörinn í stjórn Kínversk-íslenska menningarfélagsins.

Um daginn barst okkur slóð á myndband sem hann hafði sett á youtube.com

http://www.youtube.com/watch?v=44oCshVbfFw

Í kjölfar þess mæltum við okkur mót. Sagði hann mér þá dálítið af högum sínum.

Ágúst hefur fengist við að semja tónlist og notar m.a. tölvuútgáfu hefðbundinna kínverskra hljóðfæra, eins og heyra má í laginu sem leikið er á myndbandinu og fylgir einnig viðtalinu. Slóðin á heimasíðu framleiðanda hljóðfæranna er

http://www.kongaudio.com/

Ágúst er á Facebook:

http://www.facebook.com/agust.hallgrimsson

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Stórdansleikur á Hrafnistu í Hafnarfirði

 

Undanfarin ár hefur verið haldinn dansleikur flesta föstudaga á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar hefur fjölmenn hljómsveit áhugamanna leikið fyrir dansi undir stjórn Böðvars Magnússonar.

Þann 23. maí árið 2008 héldum við Elín á dansleik og var hann hljóðritaður. Hljóðritinu var útvarpað 29. maí, en sjómannadaginn bar þá upp á 1. júní og var því tekið dálítið forskot á sæluna.

Umhverfishljóðrit eru oft skemmtileg. Þarna var notast við Shure VP88 víðómshljóðnema og hljóðritinn var Nagra Ares BB+. Hjá mér sat einn heimilismanna sem söng af hjartans list.

Nokkrir einstaklingar voru einnig teknir tali og lýstu þeir afstöðu sinni til starfsemi heimilisins eins og hún var þá.

Hljóðriti þessu fylgja hamingjuóskir til sjómanna og fjölskyldna þeirra.

Undanfarin ár hefur verið haldinn dansleikur flesta föstudaga á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar hefur fjölmenn hljómsveit áhugamanna leikið fyrir dansi undir stjórn Böðvars Magnússonar.

Þann 23. maí árið 2008 héldum við Elín á dansleik og var hann hljóðritaður. Hljóðritinu var útvarpað 29. maí, en sjómannadaginn bar þá upp á 1. júní og var því tekið dálítið forskot á sæluna.

Umhverfishljóðrit eru oft skemmtileg. Þarna var notast við Shure VP88 víðómshljóðnema og hljóðritinn var Nagra Ares BB+. Hjá mér sat einn heimilismanna sem söng af hjartans list.

Nokkrir einstaklingar voru einnig teknir tali og lýstu þeir afstöðu sinni til starfsemi heimilisins eins og hún var þá.

Hljóðriti þessu fylgja hamingjuóskir til sjómanna og fjölskyldna þeirra.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vestmannaeyjar og Varsjárbandalagið

 

Varsjárbandalagið er einhver skemmtilegasta hljómsveit landsins um þessar mundir. Þótt bandalagið fari frjálslega með sumar laglínur er vart hægt annað en dást að hugmyndaauðgi aðildarfélaganna.

Í dag barst mér frá Guðlaugu Bóasdóttur, vinkonu minni, slóð á myndband þar sem 45 ára gamalt  lag mitt, Vestmannaeyjar, er tekið í gegn að balkneskum hætti. Sjálfur heyrði ég þessa útgáfu 1. apríl síðastliðinn og hló að. Veitti ég fúslega heimild fyrir þessari meðferð sem er í skemmtilegra lagi.

Minnt skal á að Varsjárbandalagið heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 20:00 á morgun, fimmtudaginn 2. júní. Má búast við miklu fjöri enda dagskráin fjölbreytt.

http://www.youtube.com/watch?v=E1mcHMSCYpo

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband