Enn eitt meistaraverkið er nú komið úr hljóðsmiðju Magnúsar Bergssonar. Að þessu sinni varð hann vitni að náttúrutónverki, eða réttar sagt hljómkviðu, sem raflínur, vindur, bassi og fuglar skópu vestur í Krossholti á Barðaströnd. Mælt er með því að fólk hlusti á hljómkviðuna með góðum heyrnartækjum. Hér fyrir neðan er hlekkur á færsluna.
http://fieldrecording.net/2012/06/22/opus-for-power-line-bass-wind-and-birds/
In English
Yet another masterpiece has come from the great recordist, Magnús Bergsson. At this time he recorded a composition made by someone playing music loudly in the distance, powerlines, the wind and various kinds of birds. Good headphones are recommended.
http://fieldrecording.net/2012/06/22/opus-for-power-line-bass-wind-and-birds/
Umhverfishljóð | 24.6.2012 | 11:02 (breytt 16.7.2012 kl. 17:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Séra Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörinn biskup, flutti prédikun. fylgir hún þessari færslu sem hljóðrit.
![]() |
Kvennamessa við Þvottalaugarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | 20.6.2012 | 00:16 (breytt 16.7.2012 kl. 17:26) | Slóð | Facebook
Sautjándi júní var haldin hátíðlegur um allt land í dag.
Eftir að hafa hlýtt guðsþjónustu í dómkirkjunni og hlustað á hátíðarhöldin á Austurvelli, héldum við sem leið lá með skrúðgöngu upp í Hólavallakirkjugarð að leiði Jóns Sigurðssonar. Í fararbroddi fór Lúðrasveit verkalýðsins og lék íslensk ættjarðarlög. Í með var Olympus LS-11 hljóðriti. Vegna golunnar var nauðsynlegt að skera af 100 kílóriðum. Dreifingin í hljóðritinu er allsérstök.
Hljóðritið er birt með samþykki formanns Lúðrasveitar verkalýðsins.
In English
The Icelanders celebratet their national day on June 17. After the ceremony at the Cathedral of Reykjavik we listened to the performances and the speechof the prime minister outdoors. Then we went with the parade to the grave of Jón Sigurðsson, our national heroe. The Workers Brassband lead the parrade and played songs in praise of the motherland.
An Olympus LS-11 was used as the recorder. due to the breeze I had to cut of frequencies under 100 kHz.
This recording is published with the permission of the chairman of the brassband.
Tónlist | 17.6.2012 | 23:40 (breytt kl. 23:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardaginn 9. júní verður alþýðuskáldið Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum í öndvegi á menningarvöku sem hefst í Húnaveri kl. 14:00. Sitthvað verður þar til fróðleiks og skemmtunar. Ingimar Halldórsson, kvæðamaðurinn góðkunni, kveður nokkrar vísur Gísla. Við Ingimar vorum fengnir til að kveða þar vísur Gísla um lækinn, sem gerðu hann umsvifalaust eitt af dáðustu alþýðuskáldum landsins á sinni tíð. Í gær hljóðrituðum við vísurnar við hina alkunnu tvísöngsstemmu þeirra Páls Stefánssonar og Gísla, sem gefin var út fyrir rúmum 80 árum og naut mikilla vinsælda. Fylgir hljóðritið þessari færslu ásamt hjali Eiríksstaðalækjarins, en hann var hljóðritaður 17. september árið 2010.
Þegar stemman var kveðin notuðum við tvo Røde NT-2A hljóðnema í ms-uppsetningu, en Eiríksstaðalækurinn var hljóðritaður með tveimur Senheiser ME-62 hljóðnemum með 90° horni. Hljóðritinn var Nagra Ares BB+.
Kveðskapur og stemmur | 7.6.2012 | 21:59 (breytt 16.7.2012 kl. 17:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á annan í hvítasunnu, skömmu fyrir hádegi, héldum við Elín hjólandi út í elliðaárhólma. Þar námum við staðar, þar sem okkur þótti vænlegt að hljóðrita fugla. Við komum Nagra-tækinu fyrir ásamt Røde NT-2A og NT-55 í Ms-uppsetningu og héldum síðan á brott.
Að eyrum okkar barst ys og þys borgarinnar, en fuglarnir létu minna heyra í sér. Þarna voru þó skógarþrestir ásamt maríuerlu og músarrindli, sem fóru aldrei svo nærri að þeir yfirgnæfðu hljóðið frá ánni. Einnig heyrðist í mávi.
Þótt hljóðmyndin sé fremur kyrr, er hún samt seiðandi og færir hlustandanum ró. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.
In English
On Monday May 28, I and my wife, Elín, took our tandem and rode it to the deltas at elliðaárhólmi in the eastern part of Reykjavik, where there is a nice park with lanes and a tiny forrest. We found a clearing space where we put the Nafra Ares BB+ together with Røde NT-2A and an NT-55 in an MS-Setup and left it there for 30 minutes.
The sound from the city is heard as well as the water flowing some 40-50 metres away. Redwings, Waggtails and Wrens are also heard, but their sounds are quite low. Even though this recording is rather still and little happens, it is relaxing for ones mind. Headphones are recommended.
Vatnið | 2.6.2012 | 00:12 (breytt 16.7.2012 kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar