Iðandi mannlíf og fuglamergð í fjörunni við Gróttu

Sólsetur við Gróttu. Ljósmynd: Elín Árnadóttir 

Eyjan Grótta er eins konar griðastaður vestast í útjaðri Reykjavíkursvæðisins, yst á Seltjarnarnesi. Þar er fræðasetur sem opnað var árið 2000.

Fræðasetrið í Gróttu

Grandi tengir eyjuna við land og fer hann á kaf þegar flæðir að. Í Gróttu og við eyjuna er mikið fuglalíf og er eyjan og nánasta umhverfi eftirsótt til ljósmyndunar.

 

Miðvikudaginn 20. júlí 2011 var yndislegt veður. Um kl. 13:30 hljóðum við tækjum og tólum á Orminn bláa og hjóluðum út að Gróttufjöru. Við stilltum hljóðnemum í MS-uppsetningu í fjöruborðið og námu þeir hljóð fugla, manna og flugvéla auk hins þunga niðar sem er orðinn stöðugur á Reykjavíkursvæðinu.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Þá heyrast ýmis aukahljóð sem mannseyrað greinir vart, svo sem smellir í kuðungum og sitthvað fleira.

Glöggir hlustendur geta kannað hvort þeir þekki sjálfa sig, fugla- og flugvélategundir sem við eyru ber. Þá geta þeir látið hugann reika til fyrri tíðar samanber meðfylgjandi efni:

Nánar um Gróttu


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Breiðdalssetur - vaxandi menningar- og vísindastofnun

Erla Dóra Vogler er verkefnastjóri á Breiðdalssetri.

Á Breiðdalsvík er starfrækt Breiðdalssetur. Setrið er til húsa í Gamla kaupfélaginu, en það var byggt árið 1906. Húsið hefur nýlega verið endurnýjað og gert aðgengilegt. Þar er m.a. lyfta á milli hæða svo að flestir sem fara þar um eiga að geta notið þeirra sýninga sem eru í setrinu.

 

Á setrinu eru um þessar mundir sýningar um tvo merka vísindamenn, sem hvor um sig markaði djúp spor í vísindasögu Austfjarða. Á jarðhæð er sýning um Dr. George Walker, breskan jarðfræðing, sem rannsakaði m.a. berglög á Austurlandi og skrifaði um þau merkar vísindagreinar.

 

Á efri hæð hússins er sýning um Dr. Stefán Einarsson frá Höskuldsstöðum í Breiðdal, prófessor, en hann var einn af fremstu málvísindamönnum Íslendinga á síðustu öld. Hann vann mestan hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum, en hafði óbilandi áhuga á varðveislu þjóðlegra fræða og varð fyrstur íslenskra fræðimanna til þess að hljóðrita á segulbönd þjóðlegan fróðleik, svo sem frásagnir, vísur og kvæðalög, sem tengdust Breiðdalnum. Þá var hann einn af hvatamönnum útgáfu safnritsins Breiðdælu, sem enn kemur út. Á hluta þessa merka hljóðritasafns má hlusta í Breiðdalssetri ásamt ýmsu öðru sem tengist ævi Stefáns og störfum, s.s. bréfaskriftum þeirra Halldórs Laxness.

 

 

Erla Vogler, verkefnastjóri Breiðdalsseturs, sagði mér frá starfi þess, er ég átti þar leið um ásamt Hrafni Baldurssyni. Þess má geta að á fimmtudagskvöldum er gengið um þorpið á Breiðdalsvík og saga þorpsins rakin.

 

Á heimasíðu setursins eru einnig fleiri upplýsingar, en stöðugt bætist nýtt efni á síðuna.

http://breiddalssetur.is/


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sláttuvélin í Rjóðri á Stöðvarfirði

Hvað róar hugann meira en ánægjulegt mal sláttuvélarinnar á góðum sumardegi? Ljósmund: Elín Árnadóttir 

Ýmis hljóð tengjast vissum árstíðum. Þegar tekur að heyrast í garðsláttuvélum gera flestir ráð fyrir að sumarið sé komið, enda er þá grasið farið að gróa og fólk að snyrta garðana.

Anna María Sveinsdóttir, húsfreyja í Rjóðri á Stöðvarfirði, slær garðinn með háværri garðsláttuvél, eins og slíkar vélar eiga að vera.

Vakin er athygli á fyrri hluta hljóðritsins. Þar kemur hreyfingin einkar vel fram og er hlustendum eindregið ráðlagt að nota heyrnartól. Þannig nýtur hljóðritið sín best. Þeir sem hafa unun af að hlýða á yndisleik garðsláttuvéla, geta auðvitað hlustað á hljóðritið til enda.

 

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Notaðir voru Røde NT-1A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

 

Certain sounds belong to a distinguished  part of the year. When the sound of the lawn mowers is heard in towns and villages people know that the summer has come and the grass has started to grow.

Anna María Sveinsdóttir, the mistress of the house Rjóður (Open space; Clearing in a forrest), mowes the grass with a lawn mower which is quite noisy as all these tools should be.

A special attention should be drawn to the first part of the recording where the movements of the mower are heard. Those, who like the sound of a Lawn mower , can listen to the whole recording. Headphones are recommended for the best listening results.

 

The mower was recorded on a Nagra Ares BB+ with Røde NT-1A and NT-55 in an MS setup.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ljósmyndað með 130 ára gamalli vél

Hörður Geirsson tekur ljósmyndir með vél frá árinu 1880, en linsan er frá 1864.

Hörður Geirsson, ljósmyndari og starfsmaður Minjasafnsins á Akureyri, hefur á undanförnum árum tileinkað sér þær aðferðir sem notaðar voru í árdaga ljósmyndunar. Hann ferðast nú um landið og tekur myndir af stöðum sem myndaðir voru eftir 1860. Meðferðis hefur hann bandaríska ljósmyndavél sem smíðuð var árið 1880. Linsan er frá árinu 1864. Hörður er nú að láta smíða svipaða vél og verður hún tilbúin eftir nokkra mánuði.

Myndirnar eru geymdar á glerpötum og við framköllun þeirra þarf ýmiss konar efni sem löngu er hætt að nota við ljósmyndaframköllun. Hörður varð á vegi okkar Elínar við bæinn Teigarhorn í Berufirði í dag, 13. júlí 2011. Í næðingnum tók ég hann tali.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser ME62 hljóðnema. Skorið var af 100 riðum vegna vindsins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sumarsólstöður 24. júní 2011

 

Enn hefur Magnús Bergsson sent frá sér hljóðlistaverk sem heldur mönnum föngnum á meðan hlustað er.

Magnús var fyrir nokkrum dögum við hljóðritanir í fuglafriðlandinu í Flóa. Sumt fór öðruvísi en ætlað var, en hann lét ekki aðstæðurnar buga sig heldur greip til eigin ráða. Betri lýsing á veðrinu föstudaginn 24. júní finnst vart.

http://fieldrecording.net/2011/07/09/sudvestan-kaldi-a-sumarsolstodum/

 


Spóinn og fleiri fuglar við Nesjaskóla í essinu sínu

 

Suðaustur-land er griðastaður fjölmargra farfugla enda koma margir þeirra fyrst að landi þar. Þótt við Elín leituðum ekki í fuglafriðlandið nutum við samt návistar fuglanna við Edduhótelið í Nesjaskóla. Var þar einkar fróðleg hljóðmynd þar sem flettast saman ýmsar fuglategundir og hljóð sem fylgja manninum.

Í hljóðritinu má greina spóa, lóu, álftir, maríuerlu, jaðrakan, hundgá heyrist, jarmur og ýmislegt sýsl mannanna. Hljóðritun hófst upp úr kl. 22 og lauk um kl. 22:30 fimmtudaginn 7. júlí 2011. Einungis brot hljóðritsins er birt.

Hljóðritað var með Röde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum eða hljómtækjum.

 

 

IN ENGLISH

 

The southeastern part of Iceland is known for its many species of birds which stay there during the summertime. We enjoyed the singing of many birds close to the Hotel Edda at Nesjaskóli quite close to Höfn in Hornafjordur.

http://hornafjordur.is/

In the recording sonds from whimbrels, plovers, snipes, godwits, wagtails, swans and other birds can be heard as well as sounds from sheep and a barking dog. Manmade sounds are also there.

The recording started on July 7 2011 at aroun 22:10.

A Nagra Ares BB+ recorder was used with Rode NT2A and NT-55 microphones in an MS-setup.

The recording will be best enjoyed in good headphones.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Af fuglum og sauðfé á Skjaldfönn í Skjaldfannardal

Indriði Aðalsteinsson, bóndi og refaskytta á Skjaldfönn í Skjaldfannardal, heimsótti okkur hjón í gærkvöld ásamt eiginkonu sinni, Kristbjörgu Lóu Árnadóttur og fleiri gestum. Eftir rösklega spilamennsku innti ég Indriða eftir tíðarfarinu að undanförnu og áhrifum þess á kvikfé og fugla.

Við sátum úti á svölum. Klukkan var nærri miðnætti. Notaður var Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD-21U hljóðnemi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband