Tónafjöld bæjarlækjarins við Neðri-Rauðsdal - the variety of tones of a little stream

Skvaldur lækjarins er heillandi. Ljósmynd: Elín ÁrnadóttirVið hjónin ferðuðumst um sunnanverða Vestfirði 27.-29. júlí síðastliðinn. Með í för var Unnur Stefanía Alfreðsdóttir. Að morgni 29. júlí hljóðritaði ég bæjarlækinn við Neðri-Rauðsdal. Notaði ég tvo Røde NT-2A hljóðnema í AB-uppsetningu (Omnidirectional).
Eftir það stillti ég hljóðnemana á áttu, þ.e. þeir hljóðrituðu bæði að og frá læknum. Þetta er ekki alls óskylt Blumlein uppsetningu að öðru leyti en því að í Blumlein uppsetningunni er 90° horn milli hljóðnemanna og er annar settur ofan á hinn. Sá efri er látinn snúa að upptökum hljóðsins, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Blumlein_Pair. Árangurinn var stórkostlegur. Í fyrra hljóðritinu er áttu-uppsetningin notuð, hljóðnemarnir standa hlið við hlið og hljóðrita í báðar áttir. Seinna hljóðritið er AB-uppsetning, báðir hljóðnemarnir eru í víðri uppsetningu (omnidirectional). Í bæði skiptin eru um 40 cm á milli þeirra. Í fyrra hljóðritinu heyrist greinilega dýpt og skvaldur lækjarins. Mælt er með góðum heyrnartólum.

In ENGLISH
I and my wife went to the West Fjords in Iceland and travelled around on July 27-29 with our friend, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir. In the morning of July 29 I recorded the bubble and singing of the stream at the farm, Neðri-Rauðsdalur. Two Røde NT-2A were used in an omnidirectional Ab-Stereo setup  with 40 cm spacing. Then I changed the configuration to an eight setup, with the same location of the mics. This is a kind of related to the Blumlein Setup except that in Blumlein the mics are close to each other in a 90°setup with one above the other (see http://en.wikipedia.org/wiki/Blumlein_Pair).
The difference was shaking. In the first recording the eight configuration is used and the AB-setup in the second one. Please note the deapth of the eight figured sound and how the deep tones of the spring are getting through. A Nagra Ares BB+ was used.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljólreiðakeppni - andstæð hljóð

Arnþór yljar sér á kaffi. Ljósmynd: Elín Árnadóttir

Alvogen Trial hjólreiðakeppnin var haldin í fyrsta sinni að kvöldi 4. Júlí. Norðurhluta Sæbrautarinnar var breytt í leikvang hjólreiðafólks. Slóðin á keppnina er http://hjolamot.is. Við Elín fórum á staðin og komum okkur fyrir milli göngu- og hjólreiðastígsins og akbrautarinnar skammt vestan við Sólfarið. Reynt var að fanga reiðhjólakliðinn og hófst hljóðritun skömmu áður en kapparnir hófust handa. Óneitanlega truflaði hávaðinn frá umferðinni, en þegar keppnin hófst færðist umferðin á suður-akreinarnar og nokkru fjær hljóðnemunum. Notaðir voru tveir Røde NT-2 hljóðnemar í AB-uppsetningu og voru hafðir í 2,5 m hæð. Eindregið er mælt með að fólk hlusti í góðum heyrnartólum. Hljóðnemarnir voru stilltir á víða uppsetningu og skorið var af 80 riðum. Þeir voru klæddir í loðfeldi vegna golu og skúraleiðinga.

The Alvogen Trial Cyclingrace was held in Reykjavik in the evening of July 4, see link above. The northern lanes of Sæbraut, one of the mainstreets along the coast were closed for motor-trafic. The recording started a little before the contest. Røde NT-2A mics were used in an AB-setup with apr. 55 cm spacing. The mics were set up as omnidirectional and covered with fur as there was some breeze and showers. Headphones are recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband