Birgir Þór fór víða í sumar

Bláberin voru freistandi og gott búsílag (ljósmynd).Birgir Þór Árnason, 7 ára grunnskólanemi, hefur stundum komið við sögu á þessum síðum. Í viðtali, sem tekið var austur á Stöðvarfirði, í Rjóðri hjá Önnu Maríu Sveinsdóttur og Hrafni Baldurssyni, greindi hann ritstjóra Hljóðbloggsins frá ævintýrum sínum í sumar. Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir, amma Birgis Þórs. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser ME-62 hljóðnema.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurmaraþonið 2012

Gleðin er við völd. Ljósmynd: Elfa Hrönn Friðriksdóttir

Reykjavíkurhlaupið mikla var háð í dag, 18. ágúst. Um var að ræða Maraþon, hálf-Maraþon, 10 km hlaup og fleira. Um 13.000 manns skráðu sig til þátttöku.

Fyrra hljóðritið er frá Maraþon-hlaupinu. Því miður köfnuðu hlaup þeirra fyrstu í drunum frá bifreiðum.

Hljóðritað var með Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

Mælt er með að hlustað sé í góðum heyrnartólum. Ekkert var skorið af lægstu tíðninni.

 

 

 

the annual Reykjavik Marathon

 

Today the annual Reykjavik Marathon was held. More than 13.000 persons were registred for the Marathon, Half-Marathon, 10 km running etc.

the first recording is from the Marathon. Unfortunately the sounds from the first runners were drowned in the noise from cars.

the second recording is from the 10 km race.

The recorder was a Nagra Ares BB+ and the mics Røde NT-2A and NT-55.

Good headphones are recommended.

No sound filters were used.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýr íslenskur talgervill lofar góðu.

Miðvikudaginn 15. þessa mánaðar var nýr íslenskur talgervill kynntur formlega og hafa birst um það fréttir í fjölmiðlum síðustu daga. Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari verkefnisins, hleypti honum af stokkunum. Um er að ræða karlmanns- og kvenmannsrödd.

Talgervillinn er mikil framför frá því sem notendum talgervils hefur boðist að hlýða á hér á landi. Eftir er að sníða vissa annmarka af talgervlinum. sumt gæti þó verið erfitt að lagfæra í fljótu bragði, en hugbúnaðinn verður hægt að uppfæra og bæta eftir því sem efni standa til.

Hér skulu nefnd nokkur dæmi:

 

1.    Of lítill munur er á hrynjandi eftir því hvort á eftir fer komma eða punktur. Á þetta einkum við um karlröddina.

2.    Allmikið ber á svokallaðri p-sprengingu í kvenröddinni í orðum eins og upphrópun. Þar virðist vera um galla í hljóðriti að ræða.

3.    Framburður verður nokkuð óskýr ef hert er á lestrinum. Kann það m.a. að stafa af því að lesarar hafi lesið of hægt. Þetta er einkum áberandi í upplestri karlraddarinnar.

4.    Þá ber nokkuð á því að síðasta atkvæði í orðum, sem karlröddin les, hverfi að mestu í upplestri.

Þetta eru vissulega smámunir, sem vonandi verða lagfærðir í náinni framtíð. Aldrei verður brýnt nægilega vel fyrir aðstandendum verkefna, sem snúast um málefni fatlaðra, að neytendur séu hafðir með í ráðum á öllum stigum verkefnisins.

 

Að öðrum mönnum ólöstuðum skal formanni blindrafélagsins, Kristni Halldóri einarssyni, þökkuð sú þrautsegja og útsjónarsemi sem hann hefur sýnt við vinnslu þessa verkefnis. Notendum íslenska talgervilsins er hér með óskað til hamingju með þennan merka áfanga.

Þessari færslu fylgir frétt úr Morgunblaðinu í dag, sem Stefán Gunnar Sveinsson hefur skrifað. Eru lesendur hvattir til að hlusta á báðar raddirnar.

 

A new Icelandic Speech synthesizer

 

On August 15 Mrs. Vigdís Finnbogadóttir, former president of Iceland, launced a new, Icelandic speech synthesizer. To this blog is attached an mp3-file containing an article from Morgunblaðið by Stefán Gunnar Sveinsson, read by the new voices.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Djúpur hljómur Glanna

Vatnið fýkur í norðankaldanum.  Ljósmynd: Elín Árnadóttir

Mánudaginn 9. júlí hófumst við handa við að hljóðrita Glanna í Borgarfirði. Glanni er alls ekki einn af mestu fossum landsins, en hann býr yfir mikilli fegurð. Landslagið er fögur umgjörð umhverfis fossinn og hann hljómar ágætlega. Þrátt fyrir norðan stynningskalda var ekki talin ástæða til að draga úr lágtíðninni, en þá glatast talsvert af mikilfengleika hljóðsins.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 44,1 kHz og 24 bitum. Notaðir voru Røde NT-1A og NT-50 hljóðnemar í MS-uppsetningu.

 

The deep sounds of the waterfall Glanni

 

The waterfall of Glanni in Borgarfjordur, Iceland, is not one of the biggest waterfalls in the country, but known for it‘s charm and beauty. It sounds perfectly well.

In spite of the northern breeze I didn‘t cut of the lower frequencies. Then I would have lost the deep tones of the waterfall.

A Nagra Ares BB+ was used together with Røde NT-2A and NT-55.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

´Samhljómur vinds og vatns í Paradísarlaut

Vindur og vatn að leik (ljósmynd: Elín Árnadóttir) 

Mánudaginn 9. júlí síðastliðinn var stynningskaldi úr norðri í Borgarfirði. Við hjónin ákváðum að freista gæfunnar og hljóðrita. Einn af uppáhaldsstöðum okkar í Borgarfirði hefur um langt skeið verið Paradísarlaut, sem er einstök gróðurvin.

Þar fundum við litla lækjarsprænu sem fýsilegt var að hljóðrita. Hún atti kappi við vindinn. Ef glöggt er eftir hlustað má heyra að vatnið í þessari litlu lind fauk stundum til.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

The harmony of the wind and water

 

 

When I and Elin were travelling around at Borgarfjordur, Iceland, on July 9, there was a strong breeze from the north. We decided however to try to record around Paradísarlaut  (The Paradise Hollow), where there is a rich plantation and a good shelter. Many natural wonders are there and the environment peaceful.

We found a tiny little burn which tried to compete with the wind.

the Røde mics, NT-2A and NT-55 were in a blimp as a MS-setup. The recorder was a Nagra Ares bb+.

 

j
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Deildartunguhver, vatnsmesti hver Evrópu

Hljóð hversins eru margbreytileg. 

Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu. Hann sendir frá sér 180 lítra af um 100 stiga heitu vatni á sekúndu eða 648 smálestir á klst. Hverinn hefur verið virkjaður að hluta og sér Borgarnesi og Akranesi fyrir heitu vatni. Að öðru leyti er hverinn friðaður.

Mánudaginn 9. júlí var stynningsgola að norðan við hverina, sem mynda Deildartunguhver. Hljóðin voru mismunandi, en einna tilkomumest voru þau á afmörkuðu svæði, þar sem heyrðust alls kyns sullumbull og brestir.

Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Voru þeir hafðir í Blimp-hlíf. Hljóðnemunum var beint niður á við. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.

Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.

 

The hot spring of Deildartunguhver

 

Deildartunguhver is the largest hot spring in Iceland and europe, with 180 l/sec, or altogether 648 tons of boiling water per hour. Some of the springs, who form this rich source of warm water, are used to provide the nearby villages with water for central heating. The remaining springs are a preservation zone.

There are various sounds in the hot springs. I found the sounds most interesting at a particular place. Røde NT-2A and NT-55 mics were used in an MS-setup, covered by a Blimp, protected by a „dead cat" due to the strong wind and moisture. The mics were directed downwards.

The photographer was Elín Arnadóttir.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Söngur nokkurra sílamáva við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi

 

Í morgun hélt ég ásamt Emeline Eudes, ungri konu frá París, sem vinnur við rannsóknir á ýmsum þáttum sjálfbærs samfélags, út á Seltjarnarnes að hljóðrita. Vorum við komin út að morgun upp úr kl. 5. Veðrið var undurblítt, hlýtt í veðri og stillilogn.

Ég hljóðritaði sitthvað og hún tók kvikmyndir. Upp úr kl. 6 Vaknaði borgin og hávaði tók að berast til okkar.

Þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í 7 hófst samsöngur nokkurra sílamáva.

 

The concert of some Lesserback gulls

 

this morning I went with Emeline Eudes To the southwestern part of Seltjarnarnes in Iceland. I recorded some sounds and she filmed.

We arrived there close to the Island of Grótta at 5 in the morning. The wind was almost still, it was warm and the brightness as beautiful as it can be early in the morning.

At around 6 o‘clock the city woke up and some noise was brought to us. At around 06:50 some lesser-back gulls started a concert.

 

Recorded in MS-stereo with Rode NT-1A and NT-55. The recorder was Nagra Ares BB+, recording in 24 bits, 44,1 kHz.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband