Færsluflokkur: Bloggar

Afbrýðisamur köttur - a green-eyed cat

Hjónin Anna María Sveinsdóttir og Hrafn Baldursson í Rjóðri á Stöðvarfirði hafa haldið heimilisketti áratugum saman. Sá, sem nú nýtur atlætis hjá þeim, kallast Moli.

Að kvöldi skírdags, sem bar upp á 17. Apríl í ár sátum við Hrafn í eldhúsinu og las Hrafn fyrir mig upp úr blaðagrein. Mola virtist ekki alls kostar falla við að einhver annar en hann nyti athygli húsbóndans. Kom hann aftur og aftur og mjálmaði. Við reyndum hvor í sínu lagi að hleypa honum út. Hann fór út í dyr, hnusaði að illviðrinu og sneri síðan inn aftur. Sami leikurinn endurtók sig þar til að lokum að honum þóknaðist að hverfa á braut.

Ég gerði nokkrar tilraunir til að hljóðrita hann, en Moli þagnaði yfirleitt ef hljóðritanum var beint að honum. Í eitt skipti hóf hann umkvartanir sínar frammi á gangi og kom nöldrandi inn í eldhúsið. Það hljóðrit heppnaðist og er hér birt án leyfi kattarins.

Hljóðritað var með Olympus LS-11.

 

In English.

Anna María Sveinsdóttir and Hrafn Baldursson in Rjóður at Stöðvarfjörður, Iceland, usually have a cat. The current one, Moli, didn‘t seem to like when Hrafn was reading some article for me in the kitchen of Rjóður in the evening of April 17 this year. He kept on complaining until at last he decided to leave the house.

Recorded with an Olympus LS-11.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leiðsögn og hljóðrit í snjallsímum

Hér eru nokkur hagnýt atriði um notkun snjallsíma (byggð á Samsung S III), einkum ætluð blindu og

Hér eru nokkur hagnýt atriði um notkun snjallsíma (byggð á Samsung S III), einkum ætluð blindu og sjónskertu fólki, sem vert er að hafa í huga:

 

  1. Í nýjustu uppfærslu Android 4.3 er hægt að kveikja og slökkva á Talkback forritinu án þess að fara í aðgengisvalmyndina. Það er gert með því að halda rofanum hægra megin inn í 2-3 sek. Þar er einnig hægt að kveikja aftur á Talkbadk. Þetta getur hentað þeim sem nota eingöngu Talkback, ef aðstoð sjáandi einstaklings þarf til þess að stilla atriði sem eru ekki aðgengileg eða ef síminn er lánaður óblindum einstaklingi. Blindur einstaklingur getur kveikt aftur á Talkback með því að endurræsa símann. Það er gert með því að halda rofanum á jaðrinum hægra megin inni í um 8-12 sek. Þegar síminn lætur vita að hann sé vaknaður eru tveir fingur lagðir á skjáinn þar til Talkback kveikir á sér.

 

  1. Rétt er að stilla aðgengislausnina þannig að hún birtist á skjá símans þegar stutt er á aflrofann og honum haldið inni í um 2 sekúndur. Það er mun fljótlegra að komast þannig inn í aðgengið en að fara gegnum allar stillingarnar. Ef þessi stilling er ekki fyrir hendi er farið í aðgengið og valin aðgerðin „nota aflrofa“.

 

  1. Í símanum er skemmtilegur hljóðriti sem kallast „Raddupptaka“. Hann var aðgengilegur í forritasafninu (atriði nr. 12 í Mobile Accessibility valmyndinni) síðast þegar vitað var. Þegar hnappurinn „Taka upp“ hefst hljóðritun og hægt er að gera hlé með því að styðja á „hlé“. Hljóðritið er vistað þegar stutt er á hnappinn „Stöðva“. Hægt er að nálgast hljóðritið með því að tengja símann við tölvu og fara í skrána „Sounds“. Þá birtast hljóðskjölin sem merkt eru Tal 001, Tal 002 o.s.frv. Hljóðsniðið er M4. Innbyggður hljóðnemi símans skilar furðumiklum gæðum. Hægt er að fá ódýra hljóðnema hjá Tónastöðinni og ef til vill víðar. Þeir eru tengdir við USB-tengi símans. Ef fólk hefur hljóðritað ýmislegt er hægt að spila hljóðritin með því að fara í raddupptöku, velja lista yfir hljóðritin og snerta skjáinn við hvert og eitt þeirra.

 

Á netinu eru fjölmörg hljóðritunarforrit sem gefa kost á mun fullkomnari stillingum en Raddleid. Sérstaklega er mælt með Audiolog hljóðritanum sem aðgengilegu forriti.

Sjá einnig meðfylgjandi hljóðrit: Leiðsögn í farsímum.

 

Góða skemmtun.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fyrsta vísan

Birgir Þór Árnason, sem er tæpra 8 ára, kom afa sínum á óvart um daginn þegar hann fór með vísu sem hann hafði ort um Kolbein Tuma, bróður sinn. Afi varð einstaklega ánægður með ljóðstafina í vísunni.

 

Í gær var farið með Nagra Ares-M á vettvang og hljóðritað örstutt viðtal við höfundinn.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Flugeldaskothríðin 2012-13 - Fireworks 2012-13

Hávaðinn var ærandi.

Á undanförnum árum hef ég hljóðritað áramótaskothríðina. Að þessu sinni virtist mér hamagangurinn hefjast síðar en oft áður vestur á Seltjarnarnesi. Skothríðin hófst um kl. 23:35 og tók að minnka þegar klukkan var 10 mínútur yfir miðnætti. Þéttleiki skothríðarinnar var svipaður og undanfarin ár, þó heldur meiri en í fyrra.

Hljóðritið, sem hér er birt, hófst kl. 23:48 og lauk 16 mínútum síðar. Notaðir voru tveir Røde NT-2A í AB-uppsetningu, þ.e. um 30 cm milli hljóðnemanna og þeir hafðir opnir. Loðfeldir frá framleiðanda voru notaðir. Skorið var af 40 riðum. Styrkurinn er óbreyttur frá upprunalegu hljóðriti.

Það gekk á með hvössum vindhviðum og er það ástæða þess að hljóðritið er heldur styttra – hljóðnemarnir fuku um koll.

Hljóðritað var á 24 bitum, 44,1 kílóriðum með Nagra Ares BB+.

Myndina tók konan mín, Elín Árnadóttir.

 

In english:

 

The fireworks in the Reykjavik area was almost the same as in previous years. It didn‘t last as long as sometimes before.

The recording is a little shorter than expected. As the wind was sometimes rather storng the mics fell. This recording started at 23:48 and finished around 16 minutes later. Two Røde NT-2A were used in an AB-setup. The microphones were covered with a furcode from Røde. The recorder was Nagra Ares BB+.

The photo was taken by my wife, Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Haustannir hunangsflugna

Apablómin virðast freistandi forðabúr. 

við Hrafn Baldursson á Stöðarfirði, vinur minn til tæpra fjögurra áratuga, höfum oft talað um að nauðsynlegt væri að hljóðrita hunangsflugurnar við Kirkjuhvol á Stöðvarfirði.

Aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn frysti til fjalla og í byggð. Eftir að sólin tók að skína fóru flugurnar á kreik og þegar Hrafn gætti að þeim rétt fyrir kl. 10 um morguninn voru hunangsflugurnar í miklum önnum í apablómunum við útidyrnar á Kirkjuhvoli. Það var því sjálfgert að ná í hljóðnemana og setja þá upp.

Á meðan við settum upp þrífótinn og vindhlífina spígsporaði þröstur umhverfis okkur á þröngum pallinum og eftir að hljóðritun hófst settist hann á þrífótinn.

Í hljóðritinu heyrist þegar þorpið vaknar. Hljóð berast frá höfninni og ýmsar athafnir mannfólksins fara vart framhjá glöggum hlustendum.

 

 

The bumblebees at Stöðvarfjörður, Iceland

 

I and my friend, Hrafn Baldursson at Stöðvarfjörður, Iceland, have often discussed that we should record the bumblebees at the house of his parents in-law, Kirkjuhvoll, which is next to his and his wife‘s house, Rjóður (Nest).

The night before August 26 was a frosty one. But when the sun started shining and the world warmed up the bumblebees starting their industrious work in the ape-flowers close to  the door of Kirkjuhvoll. The microphones were set up and a recording started around 10:00 p.m.

While we were setting up the blimp and connecting the cables a Redwing placed itself on the tripod.

Sounds are heard from the harbour and the human beings also make some sounds, while the village is waking up.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

´Samhljómur vinds og vatns í Paradísarlaut

Vindur og vatn að leik (ljósmynd: Elín Árnadóttir) 

Mánudaginn 9. júlí síðastliðinn var stynningskaldi úr norðri í Borgarfirði. Við hjónin ákváðum að freista gæfunnar og hljóðrita. Einn af uppáhaldsstöðum okkar í Borgarfirði hefur um langt skeið verið Paradísarlaut, sem er einstök gróðurvin.

Þar fundum við litla lækjarsprænu sem fýsilegt var að hljóðrita. Hún atti kappi við vindinn. Ef glöggt er eftir hlustað má heyra að vatnið í þessari litlu lind fauk stundum til.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+. Notaðir voru Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

The harmony of the wind and water

 

 

When I and Elin were travelling around at Borgarfjordur, Iceland, on July 9, there was a strong breeze from the north. We decided however to try to record around Paradísarlaut  (The Paradise Hollow), where there is a rich plantation and a good shelter. Many natural wonders are there and the environment peaceful.

We found a tiny little burn which tried to compete with the wind.

the Røde mics, NT-2A and NT-55 were in a blimp as a MS-setup. The recorder was a Nagra Ares bb+.

 

j
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Undarlegt suð - A strange noise

Um daginn reyndi ég að hljóðrita næturhljóð uppi í Borgarfirði. Notaðir voru Røde NT-2A og NT-1A ásamt NT55.

Þegar hljóðritað hafði verið í u.þ.b. 1,5 klst fór a bera á truflunum í NT-2A og NT-1A hljóðnemunum.

Seinni nóttina var augljóst að dögg var á og einnig var augljóst að truflanirnar hættu skömmu eftir sólarupprás.

Þetta mál hefur verið rætt á póstlista náttúruhljóðritara (Natural Recordists Mailinglist). Niðurstaðan er sú að kuldi og raki hafi þessi áhrif á hljóðnemana, enda er þetta þekkt fyrirbrigði á meðal notenda þeirra. Ýmsar lausnir hafa verið tilteknar á þessu vandamáli svo sem uppsetning hitara.

Örstutt hljóðskrá fylgir þessari færslu með hljóðsýni af suðinu.

 

IN ENGLISH

 

Last week I placed Røde NT-1A, NT-2A and NT-55 outdoors for a whole night. The first night Nt-2A started producing some noise after som 1.5 hours recording and the second night the same happened to the NT-1A.  A strange noise occurred but it seemed do disappear after the sunrise.

After some investigation I raised this question on the Natural Recordists Mailinglist. I received many answers and it was obvious that this is a known issue with the NT-1A at least and some say with most condenser microphones. In a letter from one member of the list it is mentioned that this occurs usually in the morning when the fog comes and the cold and wet makes this happen to the mics.

 

some solutions have been mentioned to this problem as a setup of heaters.

A soundfile containing a sample of the noise is attached to this blog.

Those who like to comment on this blog can send an email to

arnthor.helgason@simnet.is or

arnthor.helgason@gmail.com

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Greina hlustendur orðaskil?

 

Nú er um ár liðið frá því að leiðsagnarkerfi var tekið í notkun í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins. Fljótlega eftir að byrjað var að setja það í vagnana bárust kvartanir frá fólki, sem þurfti ekki á kerfinu að halda. Var því haldið fram að kerfið væri of hátt stillt. Starfsmenn á vegum Strætós brugðust vel við og lækkuðu í kerfinu svo að ekki heyrðust orðaskil.

 

Þá risu upp nokkrir sem áttu hagsmuna að gæta og kvörtuðu og kröfðust þess að hækkað yrði í kerfinu. Enn brugðust starfsmenn Strætós við og hækkuðu dálítið svo að öðru hverju heyrðust orðaskil.

 

Kvörtunum notenda fjölgaði og svo fór að starfsmenn Strætós báðu um frest fram í júníbyrjun til þess að samræma hljóðstyrk í kerfi vagnanna.

 

Nú eru bæði maí og júní liðnir og framfarir hafa orðið dálitlar. Þó er enn víða ófremdarástand. Svo virðist sem eigendur Hagvagna, sem eru verktakar hjá Strætó, hafi lítinn skilning á notagildi leiðsagnarkerfisins. Starfsmaður Strætós heldur því fram að farið sé eftir ákveðnum stöðlum en hefur aldrei sagt mér hverjir þeir eru. Enn hef ég allgóða heyrn og heyri þó sjaldnast orðaskil þótt fátt fólk sé í vögnunum.

 

Ég ferðast iðulega með vögnum nr. 11, 13 og 15. Stundum slæðist ég einnug upp í 12, 14 og 17. Oftast nær er kerfið of lágt stillt.

 

Hér fylgir hljóðsýni úr vagni nr. 13. Getahlustendur greint nöfn þeirra tveggja biðstöðva, sem eru á hljóðritinu?

 

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Hljóðritið er birt í 16 bita upplausnum og 44,1 kílóriðum.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sitt af hverju tagi á menningarnótt um hábjartan dag

 

Þetta hljóðrit byggir á hljóðum og hreyfingu.

Menningarnótt var haldin í Reykjavík að þessu sinni í indælu veðri frá því kl. 10 að morgni fram um kl. 23. Við hjónin áttum þess ekki kost að fylgjast með mörgum atriðum hennar.

Við hófum leikinn í Hallgríjmskirkju um kl. 16:00, en okkur sóttist ferðin upp Skólavörðuholtið seint vegna fjölda fólks sem varð á vegi okkar og við þurftum að spjalla við.

Frá Hallgrímskirkju var haldið niður skólavörðustíginn, þaðan út á Laugaveg, niður Bankastræti að Hörpu, en þangað komum við skömmu fyrir kl. 18 og hlýddum á lokatóna Óperukórsins sem Garðar Cortez stjórnaði af sínum alkunna myndugleik.

Að þessu sinni var Nagra Ares BB+ með í för og tveir örhljóðnemar frá Sennheiser, sem festir voru á gleraugu. Nýtur hljóðritið sín best í góðum heyrnartólum.

 

  • 1. Sálmasöngur í Hallgrímskirkju við orgelundirleik. Við sátum framan við miðja kirkju og sneri ég mér í ýmsar áttir til þess að prófa hljómburðinn.
  • 2. Á skólavörðustígnum varð fyrir okkur ung stúlka, sem lék á fiðlu og styrkti þannig söfnun til handa Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef.
  • 3. Næst nam hljóðneminn hluta samræðna milli tveggja öndvegiskvenna, sem staddar voru á Laugaveginum.
  • 4. Þá gengum við áleiðis niður Bankastrætið framhjá hljómsveit sem lék af miklu listfengi.
  • 5. Að lokum var staðnæmst við tónlistarhúsið Hörpu og hlýtt á Kór Íslensku óperunnar sem söng af miklum móð og tóku áheyrendur undir.

In English

 

This recording is mainly based on movements and is best enjoyed with good headphones.

The Cultural Night in Reykjavik was held on August 20 this year, starting at 10:00 and closing around 23:00. http://menningarnott.is/. Hundreds of all kinds of performances could be enjoyed all over the town.

 

  • 1. I and Elín started in Hallgrims Church where there was a continious performance of Icelandic and foreign church music. I carried a Nagra Ares BB+ recorder and had with me two Sennheiser Lavalia mics mounted on eye glasses. When I carry this together with big headphones many people think that I have now got a new visual aid, while other know quite well that I might be recording.
  • 2. from there we walked down Skólavörðustígur where we saw a young girl playing violine as she was collecting money for Unicef.
  • 3. Then down at Laugavegur, the mics picked up the conversations of two ladies.
  • 4. Walking down Bankastræti we passed a rockband playing Icelandic rock music.
  • 5. At last we stopped at the concert house Harpa where the Quire of The Icelandic Opera finished with two Icelandic songs with the participation of the audience.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Glaðbeitt börn í strætisvagni

Ég fór tvisvar með leið 13 í dag og í bæði skiptin var vagninn þétt setinn. Svo var einnig um leið 15. Næstum eins og í gamla daga.

Í morgun kom hópur barna upp í vagninn við Öldugranda og var synd að missa af innrás þeirra.

Hljóðritað var með Olympus LS-11 og kynningin með Røde NT-1A.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband