Færsluflokkur: Spaugilegt
Þeir Árni Hjartarson, jarðfræðingur og Pétur Eggerz, leikari, tóku saman versta níðið úr kjöftumþeirra kappanna og fluttu á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 5. nóvember síðastliðinn. Þeir Pétur og Árni eru báðir góðir hagyrðingar, rithöfundar og er sitthvað fleira til lista lagt.
Samantekt þessi er birt m.a. í tilefni þess að um þessar mundir fagnar Pétur Eggerz fimmtugsafmæli sínu, en hann var í heiminn borinn 19. nóvember á því herrans ári 1960.
Spaugilegt | 18.11.2010 | 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tæknigrúskurum skal sagt að notaður var Nagra BB+ hljóðriti. Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum. Hljóðneminn var shure VP88 sem settur var á þrengstu víðómsstillingu.
Spaugilegt | 9.11.2010 | 16:28 (breytt 13.11.2010 kl. 17:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef þekkt Níels Árna Lund lengi. Sjönunda maí síðastliðinn kom hann á fund í Kvæðamannafélaginu Iðunni og fór með frumortar gamanvísur. Þær hefur hann gefið út á einkar skemmtilegum geisladiski sem hann selur á vægu verði.
Einfaldast er að hafa samband við hann á netfanginu lund@simnet.is og panta hjá honum disk sem kostar 1500 kr.
Njótið heil.
Spaugilegt | 6.11.2010 | 01:18 (breytt 8.11.2010 kl. 20:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við Elín vorum að ganga frá í kvöld upp úr kl. 23 þegar dásamlegur söngur barst að utan. Elín hvatti mig eindregið til þess að nýta tækifærið og hljóðrita. Ekki var vitað hve lengi söngskemmtan þessi stæði yfir og því var gripið það sem hendi var næst, Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD21U hljóðnemi.
Ég vona að hlustendur njóti sönglystarinnar þrátt fyrir vindgnauðið.
Ljósmyndin, sem prýðir þessa færslu, er fengin úr safni Önnu Maríu Sveinsdóttur á Stöðvarfirði. Skuggi vann um nokkurra ára skeið á verkstæði Síldarbræðslunnar á Fáskrúðsfirði, en Hrafn Baldursson, eiginmaður Maríu, var vinnufélagi hans. Skuggi fylgdi Hrafni gjarnan heim um helgar og naut þar góðs atlætis. Myndina sendi Þorgeir Eiríksson, Toggi, mikilvirkur ljósmyndari.
Spaugilegt | 5.9.2010 | 00:47 (breytt 7.9.2010 kl. 17:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Báðar eru þessar vélar afar hljóðlátar. Á meðan ég var atvinnulaus hlustaði ég stundum eftir hljóðum vélarinnar á meðan hún þvoði og ég lét hugann reika. Tók ég þá eftir því að hljóðin voru margvísleg og ólík eftir því hvað þvegið var. Til dæmis þykir vélinni gaman að þvo stóra potta og önnur ílát sem hljóma vél.
Þriðjudaginn 9. október 2007 fannst mér liggja óvenjuvel á vélinni og var greinilegt að eitthvað skemmtilegt sýslaði hún við. Ég sótti því hljóðrita og hljóðnema og stillti upp framan við hana. Þá heyrðust enn fleiri hljóð en ég hafði áður greint, en hljóðneminn var í u.þ.b. 30 cm hæð frá gólfi.
Vélin er svo taktföst að hæfileikaríkur tónlistarmaður getur auðveldlega notað undirleik hennar sem viðbót eða undirstöðu í eitthvert ofurskemmtilegt lag eða tónverk. Skyldi ég geta sótt um styrk frá siemens til að semja næsta Evróvisjónlag? Hver veit nema það ryki upp í fyrsta sæti og Íslendingar fengju efnahagsaðstoð frá Þjóðverjum til að halda keppnina.
Fái einhver annar þessa hugmynd eftir lestur þessa pistils og verði fyrri til en ég óska ég honum góðs gengis.
Spaugilegt | 31.5.2010 | 23:12 (breytt kl. 23:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 1992 bað ég Venna að rifja upp kynni sín af föður mínum, Helga Benediktssyni, athafnamanni í Vestmannaeyjum. Venni kunni einhver reiðinnar býsn af sögum og sagði betur frá en flestir sem ég hef þekkt. Varð hann vel við bón minni.
Sjö árum síðar tók ég hann enn tali og bað hann að segja mér frá kynnum sínum af vélskipinu Helga VE 333 sem fórst við Faxasker 7. janúar árið 1950. Notaði ég brot úr þeirri frásögn í útvarpsþætti sem ég gerði um slysið.
Frásagnir Venna frænda hafa aldrei verið birtar í heild. Birti ég þær nú algerlega óklipptar í minningu þeirra frændanna, föður míns og hans. Þeir áttu margt saman að sælda og þótti vænt hvorum um annan. Og móðir mín sagði um Venna að hann væri ráðabesti maður sem hún hefði þekkt og oft óskaði hún þess að Venni réði öllu hér á landi.
Njótið heil.
Spaugilegt | 25.2.2010 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á fundi Iðunnar, 5. Febrúar síðastliðinn, kvað hann úr kosningarímum séra Guðlaugs Guðmundssonar, prests á Stað í Steingrímsfirði, sem hann orti vegna kosningar sýslunefndarmanns, sem fram fór að Hrófbergi á Jónsmessunni 1912. Guðlaugur orti þessa rími í riddarasagnastíl til þess að spauga með þá sem að þessari kosningu stóðu.
Hljóðrit þetta er birt með samþykki Steindórs.
Notaður var Shure VP88 víðómshljóðnemi.
Spaugilegt | 22.2.2010 | 22:17 (breytt 10.4.2010 kl. 12:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar