Færsluflokkur: Trúmál
Á fyrsta sunnudegi í aðventu er margs að hlakka til. Jólin eru á næsta leyti og innan skamms fer daginn að lengja að nýju. Þessu og ýmsu öðru fagna Íslendingar með því að njóta birtu marglitra ljósa sem lýsa upp skammdegið.
Árið 2007 söng Hringur Árnason fyrir mig lítið aðventuvers sem ég orti við kínverska þjóðlagið Austrið er rautt sem er bæði ástar og byltingarsöngur. Stefnt er að því að yrkja fullkominn jólasálm innan tíðar við þetta ágæta lag.
Hljóðritið var gert 7. desember 2007. Úti geisaði fárviðri sem glöggt má heyra ef grannt er hlustað. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88.
Trúmál | 28.11.2010 | 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér verður ekki rakin saga kristni í Kína en þess þó getið að kristin trú hefur eflst mjög undanfarna áratugi og er nú talið að allt að 15-20 milljónum manna iðki kristna trú í landinu (sumir nefna að vísu lægri tölur).
Sumarið 1986 fórum við Emil Bóasson, samstarfsmaður minn, vildarvinur og velgjörðamaður til margra ára, til Kína ásamt hópi esperantista. Opinber tilgangur okkar var að gera 8 þætti fyrir íslenska ríkisútvarpið um samskipti Kínverja og Íslendinga og stóðum við félagarnir við þann þátt ferðarinnar.
Sunnudaginn 3. Ágúst fórum við ásamt tveimur vinkonum okkar í kirkju mótmælenda í Beijing. Það vakti aðdáun okkar og gleði hvað safnaðarsöngur var almennur. Leikið var undir á slaghörpu og orgel-harmonium. Hljóðrituðum við það sem fram fór og síðan viðtöl við nokkra kirkjugesti á eftir messu. Hér verður birtur síðasti sálmurinn sem sunginn var ásamt messusvörum. Í lokin heyrist hluti útgönguspilsins. Ekki hefur mér tekist að bera kennsl á sálmalagið en finnst sem ég hafi heyrt það áður. Er það ekki ólíklegt því að flest ef ekki öll sálmalögin, sem sungin voru við guðsþjónustuna, voru vestræn.
Notað var Sony TCD5 segulbandstæki, Sony metalsnælda og Shure SM-63-L hljóðnemi.
Trúmál | 4.4.2010 | 01:17 (breytt 13.6.2010 kl. 18:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar