Færsluflokkur: Þjóðlegur fróðleikur
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 8. desember 2006 fræddi hann fundargesti um uppruna orðanna hátíð og tíð. Þá söng hann gamlan sálm sem fluttur var að kvöldi aðfangadags jóla.
Þessu efni var útvarpað í þættinum Vítt og breitt 21. desember 2006. Smári veitti góðfúslega leyfi sitt til birtingar efnisins á Hljóðblogginu.
Þjóðlegur fróðleikur | 19.12.2011 | 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á Breiðdalsvík er starfrækt Breiðdalssetur. Setrið er til húsa í Gamla kaupfélaginu, en það var byggt árið 1906. Húsið hefur nýlega verið endurnýjað og gert aðgengilegt. Þar er m.a. lyfta á milli hæða svo að flestir sem fara þar um eiga að geta notið þeirra sýninga sem eru í setrinu.
Á setrinu eru um þessar mundir sýningar um tvo merka vísindamenn, sem hvor um sig markaði djúp spor í vísindasögu Austfjarða. Á jarðhæð er sýning um Dr. George Walker, breskan jarðfræðing, sem rannsakaði m.a. berglög á Austurlandi og skrifaði um þau merkar vísindagreinar.
Á efri hæð hússins er sýning um Dr. Stefán Einarsson frá Höskuldsstöðum í Breiðdal, prófessor, en hann var einn af fremstu málvísindamönnum Íslendinga á síðustu öld. Hann vann mestan hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum, en hafði óbilandi áhuga á varðveislu þjóðlegra fræða og varð fyrstur íslenskra fræðimanna til þess að hljóðrita á segulbönd þjóðlegan fróðleik, svo sem frásagnir, vísur og kvæðalög, sem tengdust Breiðdalnum. Þá var hann einn af hvatamönnum útgáfu safnritsins Breiðdælu, sem enn kemur út. Á hluta þessa merka hljóðritasafns má hlusta í Breiðdalssetri ásamt ýmsu öðru sem tengist ævi Stefáns og störfum, s.s. bréfaskriftum þeirra Halldórs Laxness.
Erla Vogler, verkefnastjóri Breiðdalsseturs, sagði mér frá starfi þess, er ég átti þar leið um ásamt Hrafni Baldurssyni. Þess má geta að á fimmtudagskvöldum er gengið um þorpið á Breiðdalsvík og saga þorpsins rakin.
Á heimasíðu setursins eru einnig fleiri upplýsingar, en stöðugt bætist nýtt efni á síðuna.
Þjóðlegur fróðleikur | 19.7.2011 | 21:05 (breytt 20.7.2011 kl. 18:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hörður Geirsson, ljósmyndari og starfsmaður Minjasafnsins á Akureyri, hefur á undanförnum árum tileinkað sér þær aðferðir sem notaðar voru í árdaga ljósmyndunar. Hann ferðast nú um landið og tekur myndir af stöðum sem myndaðir voru eftir 1860. Meðferðis hefur hann bandaríska ljósmyndavél sem smíðuð var árið 1880. Linsan er frá árinu 1864. Hörður er nú að láta smíða svipaða vél og verður hún tilbúin eftir nokkra mánuði.
Myndirnar eru geymdar á glerpötum og við framköllun þeirra þarf ýmiss konar efni sem löngu er hætt að nota við ljósmyndaframköllun. Hörður varð á vegi okkar Elínar við bæinn Teigarhorn í Berufirði í dag, 13. júlí 2011. Í næðingnum tók ég hann tali.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser ME62 hljóðnema. Skorið var af 100 riðum vegna vindsins.
Þjóðlegur fróðleikur | 13.7.2011 | 21:43 (breytt 14.7.2011 kl. 17:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bræðurnir Sigursveinn og Örn Magnússynir, sem skipa með öðrum fjölskylduhljómsveitina Spilmenn Ríkínís, komu á fund í Kvæðamannafélaginu Iðunni föstudaginn 8. janúar síðastliðinn og fluttu nokkur þjóðlög, einkum tvísöngva. fyrst á dagskrá þeirra var kvæðið um Bakkabræður eftir Jóhannes úr Kötlum, sem þeir kváðu við þjóðlag, sennilega úr Ólafsfirði. Leyfðu þeir ritstjóra þessarar síðu að birta hljóðritið. Ástæða er til að benda hlustendum á einstaklega fágaðan flutning þeirra, en sjaldgæft er að heyra íslenskan fimmundarsöng jafnvel fluttan.
Í fyrra gáfu Spilmenn Ríkínis út hljómplötu með íslenskum þjóðlögum. Á diskinum er leikið undir á ýmis miðaldahljóðfæri. Vitað er að einhver slík hljóðfæri voru til hér á landi. Efast má um að þjóðlög þessi hafi nokkru sinni verið jafnvel flutt og raun ber vitni um.
Hljómdiskur Spilmanna Ríkínís ætti að vera skyldueign allra unnenda íslenskrar þjóðlagatónlistar.
Þjóðlegur fróðleikur | 21.2.2011 | 22:26 (breytt 22.2.2011 kl. 16:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kuldaboli hélt sig stundum í stiganum niður í kjallara og það heyrðist í honum gegnum skráargatið á hurðinni, þessi margtóna, síbreytilegi hvinur. Nautin í Hábæ og í Dölum öskruðu eða bölvuðu, en Kuldaboli var engu skárri.
Þegar ég kom heim frá því að selja Viðskiptablaðið í gær hvein suðvistanáttin í örmjórri gætt á stofuglugganum. Ég lagði Olympus LS11 í gluggakistuna og hvarf á braut. Hljóðneminn nam einræður Kuldabola. Glöggir hlustendur heyra einnig tifið í stofuklukkunni og einhver hljóð að utan.
Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Ef einhver á ljósmynd af Kuldabola væri hún vel þegin.
Þjóðlegur fróðleikur | 16.2.2011 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Haustið 1998 sagði hún mér frá sýnum sem henni birtust þegar hún vann við að mála vatnslitamyndir á Bessastöðum í boði Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta. Myndir sólveigar voru gefnar út á póstkortum sem nú eru orðin næsta fágæt.
Þjóðlegur fróðleikur | 31.1.2011 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og áður segir á þessum síðum sóttum við Ingi Heiðmar Jónsson heim öldunginn Jón Ragnar Haraldsson, bónda í Gautsdal í Austur-Húnavatnssýslu þegar við vorum á ferð um Húnaþing 17. september síðastliðinn. Hér er birtur drjúgur hluti samtals þeirra Jóns og Inga Heiðmars.
Þjóðlegur fróðleikur | 21.10.2010 | 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudaginn 17. september síðastliðinn vorum við Ingi Heiðmar Jónsson á ferð um æskuslóðir hans í Austur-Húnavatnssýslu. Þá heimsóttum við Jón Ragnar Haraldsson, bónda í Gautsdal. Hann flutti þangað með foreldrum sínum árið 1929 þegar hann var 5 ára gamall og hefur búið þar alla tíð síðan.
Jón tók okkur afar vel og féllst á að við hljóðrituðum frásagnir hans. Hann talaði tæpitungulaust og þannig að frásagnir hans njóta sín fyrst og fremst sé hlustað á þær.
Jón er óneitanlega mikið hreystimenni og hefur lítt hlíft sé þótt skrokkurinn sé fremur veikbyggður og reyndar handónýtur eins og hann orðaði það. Hann fæddist árið 1924 og er enn ótrúlega hraustur. Þegar við héldum úr hlaði voru gangnamenn að koma með tugi hrossa til hans sem hann ætlaði að geyma þá um nóttina.
Við sátum hjá Jóni í eldhúsinu. Hann sneri ekki ævinlega að hljóðnemanum og ber hljóðritið þess nokkur merki. en frásögnin var óþvinguð og eðlileg og andrúmsloftið kemst vel til skila. Spyrill auk undirritaðs var Ingi Heiðmar, en þeir Jón þekkjast og Ingi Heiðmar þekkti einnig föður hans.
Þann 12 janúar árið 1975 lenti Jón í ótrúlegum hremmingum þegar hann þurfti að koma frá sér mjólkinni, en færi var þá afleitt vegna snjóa. Áður en sú frásögn hófst vikum við talinu að kveðskap og spurðum hvort hann hefði ekki ort eitthvað eins og margir Húnvetningar. Að lokum leiddist svo talið að dráttarvél sem var lengi á býlinu.
Þjóðlegur fróðleikur | 12.10.2010 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar