Færsluflokkur: Vélar
Eftir að áhöfnin hafði skrýðst hjálmum var haldið af stað. Hjólað var um Seltjarnarnesið og niður á höfn. Þar sem við námum staðar á miðbakkanum mátti heyra hvar togarinn Vigri var sandblásinn úti í Örfirisey, sem eitt sinn hét Effersey og er sennilega kennd við Effers nokkurn, sem hefur væntanlega verið þar kaupmaður.
Örlítil tilraun var gerð til þess að fanga hljóðheiminn umhverfis okkur, þótt einungis væri Olympus LS-11 með í för og gola sem truflaði hljóðritunina.
Þaðan var haldið austur í Laugarnes og lagst þar í guðs grænni náttúrinni. Þangað bárust hljóðin frá Vigra. Sum hljóð berast ótrúlega langt.
Þá var haldið lengra austur á bóginn, farið um Elliðaárhólmana og beygt vestur á bóginn um Fossvogsdalinn út á Seltjarnarnes eftir göngu- og hjólreiðastígum. Sums staðar hafa verið markaðir sérstakir stígar fyrir hjólreiðamenn og aðrir fyrir gangandi vegfarendur. Ótrúlegamargir viða ekki þessi mörk og getur það valdið vissum vandræðum.
Vélar | 28.5.2011 | 23:03 (breytt 29.5.2011 kl. 10:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í morgun kom hópur barna upp í vagninn við Öldugranda og var synd að missa af innrás þeirra.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 og kynningin með Røde NT-1A.
Vélar | 18.5.2011 | 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meðfylgjandi hljóðrit var gert kl. 09:40 í morgun og upp úr kl. 12:30. Fyrri vagninn er tvinnvagn. Hljóðritinn, Olympus LS-11, var stilltur á sama hljóðritunarstyrk í bæði skiptin. Skorið var af 100 riðum.
Forvitnilegt væri að fá athugasemdir frá hlustendum um leiðsögnina. Heyrið þið orðaskil?
Hvar nam tvinnvagninn staðar áður en dregið var niður í hljóðritinu?
Vélar | 4.5.2011 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag fór ég fjórar ferðir með strætisvagni og í síðasta vagninum, Leið 11, sem ók út á Seltjarnarnes, var leiðsögnin ásættanleg. Vasahljóðriti var með í för og því fylgir hljóðsýni með þessari færslu.
Vélar | 29.3.2011 | 22:50 (breytt kl. 22:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hugsaði mér til hreyfings kl. 06:30 en þá ók bíll framhjá eftir Nesveginum. Klukkan varð sjö og síðan hálf átta. Þá drattaðist ég fram úr og um kl. 8 var hljóðneminn kominn út á svalir. Þar sungu fuglarnir sem aldrei fyrr.
Ég byrgði allar gættir sem vissu í suður og ýtti hljóðritanum í gang. En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir Nesveginum kom hefill akandi og ruddi burtu snjó því að það hafði snjóað alla nóttina og næsta klukkutímann hamaðist hann á bílastæðinu við Hagkaup svo að svangir ökumenn gætu keypt handa sér og sínum í matinn.
Til er um klukkustundar langt hljoðrit af þessu, en hér er upphafið.
Notaður var Nagra Ares BB+ og Shure VP88 hljóðnemi.
Vélar | 15.3.2011 | 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://gislihelgason.blog.is
Í gær og í dag hef ég verið á ferðinni með strætó, alls 7 sinnum. Einungis í eitt skipti mátti greina hvað sagt var.
Ég býð hlustendum að athuga hvort þeir greini orðaskil í meðfylgjandi hljóðritum. Athugasemdir verða vel þegnar.
Vélar | 23.2.2011 | 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þykir rétt að tilnefna Erluís við Faxafen heilnæmustu ísbúð borgarinnar, en þar fæst sykurskertur eða jafnvel sykurlaus ís.
Einn góðan veðurdag í febrúar, skömmu fyrir kvöldfréttir Ríkisútvarpsins, settumst við niður og gæddum okkur á ís. Stjórnarmaður Maoíska ísklúbbsins fékk sér rjómaís með bjór frá Kalda og kom hann á óvart.
Hljóðriti var í vasanum og var hann dreginn upp. Gjörið svo vel að hlusta á hljóðritið í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum og njótið íssins.
Vélar | 12.2.2011 | 21:21 (breytt kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagsmorguninn 22. júlí röltum við Elín um Grímsey. Á meðan við biðum eftir að fara í siglingu með Sæmundi Ólafssyni á bátnum Steina í Höfða settumst við á fjörukambinn skammt sunnan við höfnina. Þar er eins og menn fjarlægist erilinn sem fylgir manninum á meðan notið er öldugjálfursins..
Nokkrum hundruðum metrum norðar er rafstöð Hríseyinga. Hljóðið frá henni berst víða og stundum berst ómur þess þangað sem síst skyldi. Heimamenn segjast orðnir svo vanir að þeir heyra ekki hljóðið lengur, einkum þeir sem næst stöðinni búa. Grímsey er unaðsleg náttúruperla og Rarik ætti að sjá sóma sinn í að einangra stöðina betur svo að náttúruhljóðin fái betur notið sín á kyrrum kvöldum og morgnum.
Fyrra hljóðritiðvar gert einungis 2 m frá stöðarhúsinu. Hið seinna er talsvert magnað upp. Í raun var öldugjálfrið fremur lágvært. Með því að auka styrkinn heyra menn blæbrigði þess betur og um leið ördaufan dyninn frá rafstöðinni. Hann má einnig greina í hljóðritinu frá Köldugjá, en hann barst þangað með sunnanvindinum.
Notaðir voru tveir Sennheiser ME62 hljóðnemar með hefðbundinni uppsetningu. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.
Vélar | 29.7.2010 | 22:27 (breytt 30.7.2010 kl. 23:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Elín vorum í Grímsey 21.-23. júlí og nutum hins besta atlætis. Samvistum við okkur voru frænkurnar Þorbjörg Jónsdóttir og Höskuldsdóttir. Sú fyrri á frænku sem ætttuð er úr Grímsey og hafði hún ámálgað við Sæmund Ólafsson að hann færi með þr frænkur í siglingu. Við Elín höfðum einnig hug á að komast í siglingu og svo var einnig um fleiri. Varð úr að ég hringdi til Sæmundar og tók hann málaleitan minni afar vel, en frænka Þorbjargar hafði þá þegar haft samband við hann.
Við héldum úr höfn um kl. 12:30 fimmtudaginn 22. júlí. Með Sæmundi voru sonur hans, Þórir ásamt smásveininum Karli, syni Þóris.
Siglt var meðfram austurströnd Grímseyjar, en við norðanverða eyna rísa björgin í um 100 metra hæð. Öðru hverju var stansað og Sæmundur lýsti því sem fyrir augu og eyru bar. Einu launin sem hann vildi fyrir þessa unaðsstund var koss á kinn frá kvenfólkinu.
Þessari færslu fylgir hljóðrit. Fuglamergð er mikil við Miðgarðaurð eins og sæmundur lýsti fyrir okkur. Sem þaulreyndur veiðimaður vissi hann hvernig fæla skyldi fuglinn úr bjarginu. Þeim, sem hlusta með heyrnartólum, er ráðlagt að vera við öllu búnir.
Vélar | 28.7.2010 | 17:54 (breytt 30.7.2010 kl. 23:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við Elín sigldum á milli Dalvíkur og Grímseyjar dagana 21. og 23. júlí. Veður var blítt í bæði skiptin og ládauður sjór. Héldu margir sig á afturþiljum skipsin sem var kallað á Gullfossi Prómenaðedekk.
Fyrra hljóðritið var gert þegar Sæfari lagði úr höfn í Grímsey. Ég stóð aftur við rekkverkið og beindi hljóðnemunum útyfir bílaþilfarið.
Seinna hljóðritið lýsir siglingu skipsins. Þá stóð ég á bakborða miðskips og beindi hljóðnemunum út fyrir borðstokkinn til þess að nema boðaföllin.
Þessi hljóðrit eru einkum ætluð þeim sem hafa yndi af vélahljóði skipa. Því miður tókst mér ekki að afla mér upplýsinga um vélbúnað skipsins, stærð o.fl þar sem Skipaskrá Íslands er læst. Hafi einhver þær upplýsingar verða þær vel þegnar í athugasemdum.
Myndina tók Elín Árnadóttir þegar siglt var út í Grímsey 21. júlí 2010.
Vélar | 27.7.2010 | 15:25 (breytt 30.7.2010 kl. 23:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar