Færsluflokkur: Reykjavík
Eftir að áhöfnin hafði skrýðst hjálmum var haldið af stað. Hjólað var um Seltjarnarnesið og niður á höfn. Þar sem við námum staðar á miðbakkanum mátti heyra hvar togarinn Vigri var sandblásinn úti í Örfirisey, sem eitt sinn hét Effersey og er sennilega kennd við Effers nokkurn, sem hefur væntanlega verið þar kaupmaður.
Örlítil tilraun var gerð til þess að fanga hljóðheiminn umhverfis okkur, þótt einungis væri Olympus LS-11 með í för og gola sem truflaði hljóðritunina.
Þaðan var haldið austur í Laugarnes og lagst þar í guðs grænni náttúrinni. Þangað bárust hljóðin frá Vigra. Sum hljóð berast ótrúlega langt.
Þá var haldið lengra austur á bóginn, farið um Elliðaárhólmana og beygt vestur á bóginn um Fossvogsdalinn út á Seltjarnarnes eftir göngu- og hjólreiðastígum. Sums staðar hafa verið markaðir sérstakir stígar fyrir hjólreiðamenn og aðrir fyrir gangandi vegfarendur. Ótrúlegamargir viða ekki þessi mörk og getur það valdið vissum vandræðum.
Reykjavík | 28.5.2011 | 23:03 (breytt 29.5.2011 kl. 10:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Magnús Bergsson hefur fengist við neðansjávarhljóðritanir að undanförnu og uppgötvað ýmislegt bæði skemmtilegt og merkilegt.
Leggið eyrun við þessu hljóðriti. Mælt er með að fólk hlusti með heyrnartólum.
http://fieldrecording.net/2011/05/10/fuglar-i-aetisleit/
Reykjavík | 11.5.2011 | 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavík | 2.5.2011 | 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag fór ég fjórar ferðir með strætisvagni og í síðasta vagninum, Leið 11, sem ók út á Seltjarnarnes, var leiðsögnin ásættanleg. Vasahljóðriti var með í för og því fylgir hljóðsýni með þessari færslu.
Reykjavík | 29.3.2011 | 22:50 (breytt kl. 22:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavík | 28.2.2011 | 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag átti ég leið á Umferðarmiðstöðina við Vatnsmýri í Reykjavík. Þar er starfsfólkið lipurt og vill viðskiptavinum allt hið besta.
Nokkuð virðist skorta á þjálfun sumra sem þar eru við störf. Ég fékk mér sæti í biðsalnum og dró upp Olympus LS-11 varahljóðritann, en hann hefur nýlega hlotið 3. verðlaun sem tækninýjung ársins 2010 á sviði hljóðrita. Hugðist ég hljóðrita umhverfið eins og stundum áður. Fremur lítil umferð var um miðstöðina. Þó mátti heyra rennihurðina fara fram og aftur um dyraopið, skemmtilegt skóhljóð, ferðatösku dregna áfram, mas og skvaldur.
Í tvígang var kallað í hátalarakerfi hússins. Fyrri tilkynningin skildist alls ekki. Ef grannt er hlustað á seinni tilkynninguna, sem hefst á 27. sek. 3. mínútu (02:27) heyrist ekki betur en að farþeggar til Hveragerði, Selfoss, Hvolsvöllur, Flúðir og Borgarfjörður séu beðnir að ganga um borð - ekkert eignarfall.
Íslendingar hafa furðulítinn metnað fyrir hönd þjóðtungu sinnar á sjálfu afmælisári Jóns Sigurðssonar. Væri ekki ráð að kenna starfsfólki Umferðarmiðstöðvarinnar hvernig eigi að lesa slíkar tilkynningar? Ætli tilkynningalestur sé kenndur á ferðamálabrautum framhaldsskólanna?
Hljóðritað var rétt fyrir kl. 17:00 á 24 bitum, 44,1 kílóriðum. Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti með áföstum hljóðnemum.
Reykjavík | 27.2.2011 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þykir rétt að tilnefna Erluís við Faxafen heilnæmustu ísbúð borgarinnar, en þar fæst sykurskertur eða jafnvel sykurlaus ís.
Einn góðan veðurdag í febrúar, skömmu fyrir kvöldfréttir Ríkisútvarpsins, settumst við niður og gæddum okkur á ís. Stjórnarmaður Maoíska ísklúbbsins fékk sér rjómaís með bjór frá Kalda og kom hann á óvart.
Hljóðriti var í vasanum og var hann dreginn upp. Gjörið svo vel að hlusta á hljóðritið í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum og njótið íssins.
Reykjavík | 12.2.2011 | 21:21 (breytt kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mig vantaði minnistæki um daginn og ákvað eftir nokkra íhuugun að kaupa Olympus. Leist mér þar einna best á LS11. Ég áttaði mig fljótlega á því að tækið er búið ýmsum kostum og getur framleitt hágæða hljóðrit, jafnvel þótt eingöngu séu notaðir innbyggðir hljóðnemar.
Olympus LS11 er um margt sambærilegt Nagra Ares-M að öðru leyti en því að hægt er að hljóðrita á 96 kílóriðum, en Nagra Ares-M fer hæst í 48 kílórið. Þá er ég ekki frá því að hljóðgæði hljóðnemanna sem hægt er að festa á Nagra séu heldur meiri en Olympus-hljóðnemanna.
En hvað um það. Olympus-tækið gefur ástríðufólki tækifæri til að hljóðrita það sem fyrir augu og eyru ber. Þótt ágætir svampar séu yfir hljóðnemunum truflar vindurinn hljóðritanirnar og verður því einatt að nota afskurð sem hægt er að stilla á tækinu.
Hljóðnynd dagsins er þríþætt.
Fyrst er beðið við biðskýlið skammt austan við mót Laugavegar og Hátúns. Þá er dokað við vestan við miðstöðina á Hlemmi, en þar var fremur dauft yfir mannlífinu um kl. 16:30. Þó er greinilegt að Reykjavík er orðin að fjöltungnaborg.
Ég vek sérstaka athygli á hljóðritinu u.þ.b. þegar 7 mínútur eru liðnar. Þá kemur strætisvagn inn á stæðið vestan við hlemm og menn geta heyrt þegar fólk hraðar sér í báðar áttir. Lokið augunum og sjáið þetta fyrir ykkur. Jafnvel ég sé skuggana af vegfarendunum.
Að lokum er skrölt áleiðis með leið 11 vestur í bæ. Öflugir blásarar voru í gangi og lítið heyrðist í leiðsögninni.
Full ástæða er til að hljóðrita vetrarhljóð höfuðborgarsvæðisins. Ef til vill væri ekki úr vegi að sækja um styrk til slíks verkefnis og nýta þá hágæðabúnað til verksins.
Reykjavík | 19.1.2011 | 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Notaður var lítill Audiotechnica víðómshljóðnemi. Ég stóð hjá hljóðnemanum og heilsuðu mér því ýmsir eins og heyra má. Þar má meðal annara heyra í Boga Ágústssyni og Eygló Eiðsdóttur sem vann þá á Blindrabókasafni Íslands.
Ef grannt er hlustað heyrist íþróttagarpurinn Jón Sigurðsson frá Úthlíð fara framhjá á hjólastóli.
Reykjavík | 23.8.2010 | 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tengdadóttir okkar Elínar, Elfa Hrönn Friðriksdóttir, tók þátt í 10 km Reykjavíkurhlaupi í ár. Horfðu synir hennar o eiginmaður ásamt fleira fólki á hana streyma framhjá Tjarnarbóli 14. Elín kvikmyndaði aturðinn og ég hljóðreit. Ég hef hljóðritið Reykjavíkurhlaup áður, gerði það árið 1998 og útvarpaði. Verður það hljóðrit birt hér á vefum innan skamms ásamt ýmsu öðru.
Í gær voru aðstæður til hljóðritunar ekki alls kostar góðar. Allhvass norðaustan-vindur var á. Ég hugðist byrja fyrr, en um morguninn, skömmu áður en Maraþon-hlaupararnir voru ræstir, var mun hvassara og þótti mér ekki fýsilegt að reyna hljóðritun.
Notaðir voru 2 Sennheiser ME-62 hljóðnemar sem vísuðu í 90° til austurs. Nauðsynlegt reyndist að skera af 100 riðum og síðar af 80 riðum til þess að fjarlægjasem mest af vindgnauðinu. Mér virðist þó sem hljóðið sé tiltölulega eðlilegt. Að ásettu ráði er meðalstyrkur hljóðritsins látinn ráða.
Hljóðritu hófst um kl. 09:45 laugardagsmorguninn 21. ágúst 2010. Ljósmyndina tók Elín Árnadóttir.
Reykjavík | 22.8.2010 | 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65164
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar