Færsluflokkur: Aðventan

Jólavænting

Á aðfangadagsmorgun árið 2009 útvarpaði ég dálítilli hljóðmynd sem ég nefndi Jólavæntingu. Hún var sett saman úr ýmsum áttum. Nefna má barnatíma frá Vestmannaeyjum árið 1973, söng Hrings Árnasonar frá 2007, bróðir hans, Birgir Þór, söng fyrir mig 2009 þegar hann var á 5. ári og Sunna Kristín Ríkharðsdóttir lenti í hremmingum vegna flumbrugangs Kertasníkis aðfaranótt aðfangadags í fyrra.

Njótið vel og jólist ykkur vel.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Jólaþorpið í Hafnarfirði

Það er dálítið eins og að skreppa í annan landshluta að fara vestan af Seltjarnarnesi suður í Hafnarfjörð. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er á einhvern hátt frábrugðinn Reykjavíkurbragnum, að ekki sé talað um Seltjarnarnes sem er að mestu svefnbær. Að vísu hafa verið byggð úthverfi í Hafnarfirði sem lúta svipuðum lögmálum, en miðbærinn er þó enn á sínum stað og er miðbær.

Við hjónin höfum stundum brugðið okkur í jólaþorpið í Hafnarfirði á aðventunni. Í dag vorum við þar ásamt tengdadóttur okkar og þremur sonarsonum. Sá elsti sá um mið-bróðurinn, Elín um þann yngsta og ég var á ábyrgð tengdadótturinnar.

Skemmtiatriði hófust kl. 15:00 í jólaþorpinu og þar flutti Jólatríóið jólasöngva. Í för með mér var Nagra Ares BB+ hljóðriti og aldraður Sennheiser MD21 hljóðnemi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Austrið er rautt - upphaf aðventu- eða jólasálms

Hringur Árnason syngur aðventuversið Austrið er rautt

Á fyrsta sunnudegi í aðventu er margs að hlakka til. Jólin eru á næsta leyti og innan skamms fer daginn að lengja að nýju. Þessu og ýmsu öðru fagna Íslendingar með því að njóta birtu marglitra ljósa sem lýsa upp skammdegið.

Árið 2007 söng Hringur Árnason fyrir mig lítið aðventuvers sem ég orti við kínverska þjóðlagið Austrið er rautt sem er bæði ástar og byltingarsöngur. Stefnt er að því að yrkja fullkominn jólasálm innan tíðar við þetta ágæta lag.

Hljóðritið var gert 7. desember 2007. Úti geisaði fárviðri sem glöggt má heyra ef grannt er hlustað. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband