Færsluflokkur: Dægurmál

Krían er komin á Seltjarnarnes

Í kvöld renndum við hjónin aðeins út á Nes og sáum okkur til mikillar gleði að nokkrar kríur voru þar á sveimi. Við námum staðar við Bakkatjörnina og reyndi ég að fanga hljóð nokkurra þeirra. Þeir sem glöggir eru heyra að hljóðmyndin er mikið klippt. Vonandi gefst betra tækifæri síðar til að birta annað hljóðrit frá þessu dásamlega umhverfi.

Vegna þess hve mögninin er mikil heyrist þyturinn í grasinu og sitthvað sem mannseyrað tekur vart eftir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Útifundur á Austurvelli 8. nóvember 2008

Mér gafst einungis tækifæri til að sækja einn baráttufund á Austurvelli veturinn 2008-2009. Ég þóttist þó leggja lóð mín á vogarskálarnar með því að upplýsa sitthvað og halda uppi gagnrýni á http://arnthorhelgason.blog.is. Hlaut ég á stundum ótæpilegar skammir frá stjórnleysingjum sem sökuðu mig um stofubaráttu.

Við Elín sóttum fundinn sem haldinn var á Austurvelli 8. nóvember 2008. Þar var andrúmsloftið lævi blandið. Ræðumenn voru þau Ragnheiður Gestsdóttir, Arndís Björnsdóttir, Sigurbjörg Árnadóttir og Einar Már Guðmundsson. Hörður Torfason stýrði fundinum af sínu alkunna æðruleysi og þeirri fágun sem einkennir alla framkomu hans.

Á öxlinni hékk Nagra Ares BB+ og meðferðis hafði ég Sennheiser MD21U hljóðnema sem nam það sem fyrir eyru bar. Hljóðritið er rúmlega klst langt og er komið hér fyrir sem sagnfræðilegri heimild.

Frumritið er gert með 16 bita upplausn og 44,1 kílóriða tíðni. Vegna lengdar varð að þjappa því í 96 kb/sek.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband