Færsluflokkur: Environmental sounds

Morgunhljóð í hljóðlátu hverfi!

Í gærkvöld fórum við hjónin upp í Heiðmörk. Langaði mig að kanna hvort eitthvað væri hægt að hljóðrita. Fuglahljóðin voru svo dauf og fjarlæg að ekkert varð hljóðritað með þeim tækjum sem ég hafði meðferðis, en það var Nagra Ares BB+ auk Sennheiser ME-64 og Røde NT-2A, sem voru í blimp vindhlíf sem MS-stereóuppsetning. Lognið var svo algert á blettinum sem ég kom mér fyrir á að hægt hefði verið að nota óvarða, stefnuvirka hljóðnema eins og Røde NT-1A sem þola varla hægasta andvara.

Í morgun hljóðprófaði ég nokkra hljóðnema og þa á meðal Røde NT-1A. Ekki bar mjög mikið á umferðinni eftir Nesveginum, en annað kom í ljós þegar ég hækkaði styrkinn upp úr öllu valdi til þess að kanna hvort ég fengi greint grunnsuðið, sem gefið erupp aðséu 5 db. Þá varð úr þessu alls herjar heimilishljóðasull. Uppþvottavélin var í gangi, það heyrðist gengið um frammi á gangi og á efstu hæð hússis, hávaðinn í umferðinni varð meiri en góðu hófu gegndi og tifið í stofuklukkunni heyrðist prýðilega.

Seinna reyndi ég MS-hljóðritun, en hún mistókst. Meðal annars sneri áttu-hljóðneminn öfugt svo að hægri og vinstri rás víxluðust.

Upphaflegt hljóðrit er á 24 bitum og 48 kílóriðum. Eindregið er mælt með að fólk noti heyrnartól.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband