Lambhrúturinn Þorkell á Hala

Miðvikudaginn 8. júlí 2009 skoðuðum við hjónin Þórbergssetrið á Hala í Suðursveit. Eftir að hafa snætt kvöldverð í húsnæði bændagistingarinnar á Gerði gengum við um nágrennið og nutum kvöldblíðunnar. Veittum við þá athygli lambi sem haft var í stekk ásamt gamalá nokkurri sem virtist láta sér standa á sama um það.

Skýringin reyndist vera sú að lambhrútur, sem nefndist Þorkell, varð móðurlaus og tók heimilisfólkið á Hala hann í fóstur. Gamalær þessi var sett honum til samlætis í stekkinn og er löng saga af því sem ekki verður rakin hér.

Ég hljóðritaði lambsjarminn, tók síðan einn jafminn, teygði og togaði þannig að úr varð að Þorkell jarmaði íslenska þjóðlagið, Gimbillinn mælti og grét við stekkinn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 28. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband