Söngkvöld í Þjórsárveri

Fólk er sælt á söngkvöldum. Ljósmyndari: Harpa Ólafsdóttir

Að kvöldi síðasta sumardags 22. október, var haldin söngvaka í félagsheimilinu Þjórsárveri. Þí stjórnaði Ingi Heiðmar Jónsson. Auk þróttmikils söngs var ýmislegt á dagskrá. Má þar nefna snilldarlega sagðar gamansögur Þrastar Sigtryggssonar og afburðagóðan kveðskap hins ágæta kvæðamanns, Ingimars Halldórssonar, en hlustendur þessarar síðu geta hlýtt á Ingimar undir flokkunum Kveðskapur eða tónlist.

Auk Inga Heiðmars sem lék undir á flygil, stýrðu dætur hans, Halla Ósk og Sigríður Embla, fjöldasöng og léku undir á gítar.

Í farteski okkar Elínar var Nagra Ares-M vasapeli og hellti ég á hann hljóðsýni. Verður það nú birt hlustendum til greiningar. Hér er um að ræða úrvals sýni íslensks fjöldasöngs.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 23. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband