Litla hagyrðingamótið

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 8. október, var haldið lítið hagyrðingamót eins og jafnan í upphafi dagskrár. Skráðir voru til leiks þeir Arnþór Helgason, Jón Ingvar Jónsson og Ragnar Böðvarsson. Einungis komu til mótsins þeir Arnþór og Ragnar og eru vísurnar, sem þeir kváðu, birtar hér í tveimur hljóðskjölum. Yrkisefnin voru vetur, sumar, vor og haust.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Steindór andersen kveður vísur um minnismerki eftir Agnar J. Levy

Laugardaginn 5. september síðastliðinn var afhjúpaður minnisvarði um Guðmund skáld Bergþórsson. Flestir telja að Guðmundur hafi verið fæddur að Stöpum á Vatnsnesi og þar var minnisvarðinn reistur. Páll Guðmundsson frá Húsafelli gerði minnisvarðann, en Steindór Andersen, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar, hafð öðrum fremur veg og vanda af því að minnismerkið var reist. Næsta haust er í bígerð að reisa guðmundi Bergþórssyni annan minnisvarða á Arnarstapa, en þar eyddi hann drjúgum hluta ævi sinnar.

Guðmundur var eitt merkasta rímnaskáld 17. aldar, hafsjór af fróðleik og kennari víðfrægur. Hann var mjög fatlaður.

Vatnsnesingar studdu þá Steindór með ráðum og dáð og bóndinn á Stöpum léði land undir minnismerkið. Eitthvað þótti honum 8 manna flokkur letilegur við framkvæmdirnar þegar minnismerkinu var komið fyrir. Um þann atburð orti Agnar J. Levy, bóndi í Hrísakoti, vísur sem kveðnar voru þegar minnisvarðinn var afhjúpaður. Á fundi Iðunnar 8. október kvað Steindór Andersen vísurnar og skaut inn nokkrum skýringum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 9. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband