Síðustu andartök Karítasar Jónsdóttur vestur í Skálavík

Kristín Marja Baldursdóttir skóp listakonuna Karítas Jónsdóttur í bókum sínum, Karítas án titils og Óreiða á striga. Fáar persónulýsingar hafa haft jafndjúp áhrif á mig undanfarna áratugi. Karítas fæddist vestur í Skálvík aldamótaárið 1900.

Sagan lýsir fjandsamlegri ást þeirra Karítasar og eiginmanns hennar, Sigmars Hilmarssonar sem fara hvort sína leið, en Sigmar virðist þó hafa yfirhöndina þar til síðast – eða hvað? Hún hafði heitið að hvíla honum við hlið norður á Akureyri þar sem hann var jarðaður. En skömmu fyrir 100 ára afmæli sitt sagði hún við sonardóttur sína að nú mætti það fara í heitasta helvíti, hún væri að verða hundrað ára. Héldu þær síðan vestur í Skálavík og fylgdust sonardóttirin og vinkona hennar með því hvernið sú gamla stjáklaði um í fjörunni þar til hún hvarf þeim sjónum. Ég eftirlæt lesendum bókarinnar að rifja upp lýsinguna og hvet aðra til að kynna sér bækur Kristínar.

Ég velti því fyrir mér hvað borist hefði henni Karítas til eyrna eða flogið um huga hennar um það leyti sem öndin hvarf frá henni. Þessar hugrenningar birtast í meðfylgjandi hljóðmynd.

Notað var öldugjálfur vestan úr Skálavík sem hljóðritað var þar á góðviðrisdegi 2. júlí 2009. Bætt var ofan á hljóðriti klukkna Landakirkju í Vestmannaeyjum frá 4. Des. 1999.

Öldugjálfrið var hljóðritað með Nagra Ares BB+ og Sennheiser hljóðnemum ME62, sem voru látnir mynda um 100° horn og vísuðu þeir hvor frá öðrum. Á millum þeirra var u.þ.b. 1 metri. Kirkjuklukkurnar voru hljóðritaðar með Sony minidisktæki og Sennheiser MD21U sem var hannaður árið 1954.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Framtíð ferskeytlunnar

Veturinn 1998 gerði ég stuttan útvarpsþátt um framtíð ferskeytlunnar. Þátturinn var verkefni á vegum hagnýtrar fjölmiðlunar við Háskóla Íslands, en ég stundaði þar nám í tvö misseri. Í þættinum er fjallað um framtíð þessarar fornu listgreinar og rætt m.a. við Steindór Andersen. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Pétur Blöndal o.fl. koma þar fram.

Flest sem kom fram í þættinum á enn við 12 árum síðar. Kvæðamannafélagið Iðunn hefur nú eignast heimasíðuna

http://rimur.is/

þar sem ýmiss konar fróðleik er að finna um bragfræði og íslenskan kveðskap.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Suð fyrir eyra

Fyrir nokkrum árum gerði ég þátt fyrir Ríkisútvarpið um suð fyrir eyra, en það er kvilli sem þjáir stöðugt meiri fjölda fólks.

Í þættinum er athyglinni einkum beint að súrefnismeðferð sem tíðkuð hefur verið til að draga úr suðinu. Þátturinn er birtur á þessari síðu í þeirri von að hann megi verða einhverjum að gagni.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 6. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband