Söngstund í Gerðubergi

Frá áramótum hafa verið haldnar söngstundir í kaffistofunni í Gerðubergi. Þessar söngstundir skipuleggja þau Chris Foster og Bára Grímsdóttir og er þetta liður í hinu fjölbreytilega starfi Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Stundirnar eru haldnar frá kl. 14:00-16:00 annan sunnudag í mánuði.

Sunnudaginn 14. febrúar komu menn saman og sungu ýmis lög sem tengdust eyjum. Þó bar þar ýmislegt annað fyrir eyru. Þar á meðal sagði Pétur Eggerz þjóðsögu.

Hér verður birt örlítið sýnishorn. Það eru dansar frá Hjaltlandseyjum, búlgarskt þjóðlag sem íslenskum áheyrendum var kennt og tvö lög í lokin sem menn sungu við raust.

Hljóðritað var með Nagra Ares-M hljóðpela. Festur var á hann víðóms-hljóðstútur.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ómarsgangan 28. september 2006

Það var eftirminnilegt þegar Ómar Ragnarsson efndi til samstöðugöngu gegn virkjun við Kárahnúka 28. september 2006. Ég hljóðritaði alla gönguna og á athyglisverða hljóðmynd af henni. Hún verður e.t.v. birt síðar. Um 10-12.000 manns sóttu útifundinn sem haldinn var eftir gönguna.

Ég gerði göngunni örlítil skil í stuttum pistli fyrir þáttinn Vítt og breitt. Hann fær að fljóta inn á þessa síðu. Í lokin er rætt við séra Jón Ragnarsson.

Notaður var Nagra Ares-M hljóðriti með áfestum víðómshljóðnema.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 14. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband