Sumarið 1969

sumarið 1969 var mitt síðasta í foreldrahúsum. Þá voru helstu félagar mínir í Eyjum þeir Jón Ó. E. Jónsson, sem van lengst afí vélsmiðjunni Magna og Magnús Þórbergur Jakobsson, sem vann í Vélssmiðju Þorsteins Steinssonar. Ég minnist þess ekki að hafa hitt fyrrum skólafélaga mína úr Eyjum þetta sumar. Jón Ó.E. var nágranni okkar, bjó hjá Klöru Tryggvadóttur, ekkju Hallgríms Júlíussonar, skipstjóra, f. 1901 og dó árið 1985. Magnús eða Maggi í Skuld, var heimilismaður ömmu minnar og afa í Skuld. Hann fæddist 1903 og lést af slysförum árið 1970. Mér dimmir enn fyrir hugskotssjónum þegar ég minnist þessa atviks. Allir sem þekktu hann syrgðu hann sárt.

Fimmtudaginn 7. febrúar 2007, þegar 34 ár voru liðin frá því að ég kynnti Eyjapistil í fyrsta sinn, útvarpaði ég stuttum pistli með minningum frá árinu 1969.

Þar lesa þeir félagar Jón Ó. E. og Magnús ljóð sín, Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum fer með frumortar vísur og amma mín, Margrét í Skuld, Jónsdóttir, fer með vísur eftir mann sem kallaður var Gísli aumi.

Notast var við Sierra snældutæki og hljóðnema sem fylgdi því.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sumarið '67

Fyrir þremur árum útvarpaði ég stuttum pistli með endurminningum frá sumrinu 1967. Þar má heyra frumgerð lags míns Fréttaauka, sem við Gísli lékum inn á band fyrir Ríkisútvarpið árið 1968, Tryggva Ísaksson, bónda í Hóli í Kelduhverfi flytja ljóð og Róbert Nikulásson á vopnafirði þeyta nikkuna ásamt hljómsveitinni Tiglum á dansleik sem haldinn var 30. júní þá um sumarið.

Hljóðritað var með hljóðnema og snældutæki frá Philips.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 22. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband