Útvarpsstöðvar í Beijing, keisargrafirnar í Xi'an o.fl.

Um miðjan 10. áratuginn hófst merkileg þáttaröð í Ríkisútvarpinu undir nafninu Vinkill. Hafði Jón Hallur Stefánsson umsjón me´ð þáttunum. Markmiðið var m.a. að beita óhefðbundnum aðferðum við gerð útvarpsþátta.

Ég gerði nokkra vinkilsþætti árin 1998-2000. Hér birtist einn þeirra, Kínavinkill sem útvarpað var í júní 2000.

Í aprílmánuði vorum við þrenn hjón saman á ferðalagi um Kína. Í þættinum birtast nokkrar svipmyndir.

1. Forvitnast er um efni útvarpsstöðva í Beijing 11. apríl árið 2000.

2. Svipast er um við hótel í qingdao.

3Farið er í heimsókn í skóla fyrir þroskahefta.

4. Að lokum er komið við í Xi'an og leirherinn skoðaður. Wang Fanje segir frá því er hann fann menjar um leirherinn mikla árið 1974. Síðan eru nokkrar leirstyttur skoðaðar nákvæmlega. Ung stúlka, sem var túlkur á safninu, var svo ötul að vekja athygli mína á því sem fyrir augu bar að ég gafst upp á að þýða það sem hún sagði. Þetta var í annað skipti sem ég fékk að skoða þennan leirher og snerta það sem mig lysti. Einkennileg er sú tilfinning að standa frammi fyrir leirhernum og skoða nákvæmlega hvernig stytturnar voru gerðar. Maður skynjar hnoðnaglana í brynjunum, naglræturnar o.s.frv. Allt þetta og meira til, sem er luti 8. undurs veraldar, var framið 1000 árum fyrir byggð Íslands.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hundsmorðið - örleikur í einum þætti

Í janúar 2006 fór ég að senda Pétri Halldórssyni pistla í þáttinn Vítt og breitt. Voru sumir þeirra eins konar hljóðmyndir. Um þetta leyti var tíminn einatt lengi að liða. Ég leitaði án árangurs að atvinnu og hafði ofan af fyrir mér með ýmiss konar grúski.

Ég hafði þá fyrir nokkru fengið lánaðan Sony SM-57 víðómshljóðnema og datt í hug að sjóða saman dálítinn leikþátt. Hófst ég handa við að búa til grunninn, sem gerður var úr hljóðm sem ég hafði hljóðritað sjálfur auk hljóðrits frá danska ríkisútvarpinu.

Einn góðan veðurdag, þegar tíminn silaðist áfram, hrinti ég framkvæmdum af stað og lauk við þáttinn samdægurs eða daginn eftir. Hér gefur á að hlýða. Fordómar sögumanns ríða vart við einteyming.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 6. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband