Öldugjálfrið við Seltjarnarströnd

Ég verð aldrei leiður á að hljóðrita öldugjálfur og brim. Hljóðið verður svo misjafnt eftir veðri og afstöðu hljóðnemans.

Þriðjudaginn 7. apríl 2009 var einkargott veður og greinilegt að vorið var í nánd. Við hjónin fórum síðdegis þann dag í fjöruna við Seltjörn og þar var hljóðritið gert. Ég beindi hljóðnemunum niður á við til móts við fjöruborðið og þannig náðist leikur sjávarins að mölinni í flæðarmálinu.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Verðandi harmonikusnillingar

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 8. janúar 2010, komu m.a. fram þeir flemming Viðar Valmundsson, 14 ára og Jónas Ásgeir Ásgeirsson, 16 ára, en þeir stunda báðir nám í harmonikuleik. Léku þeir bæði sígild tónverk og alþýðlegri tónlist. Hljóðfæraleikur þeirra var hljóðritaður eins og allt efni funda Iðunnar.

Góðfúslegt leyfi hefur fengist til að birta sýnishorn af flutningi þeirra hér á síðunni. Hér er fyrst og fremst um tónleikahljóðrit að ræða. Þau eru oft skemmtilegri og meira lifandi en hljóðrit úr hljóðverum þar sem allt er dauðhreinsað.

Notaðir voru tveir Sennheiser ME-64 hljóðnemar. Þeir vísuðu hvor að öðrum og mynduðu um 100° horn. Þeir voru um 2 m frá tónlistarmönnunum í u.þ.b. 1,6 m hæð. Elín Árnadóttir sá um að stilla þeim upp en hún hefur einkargott auga fyrir réttri uppsetningu hljóðnema.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Júlíbrimið við Breiðamerkursand

Brimið við Breiðamerkursand 9. júlí 2009Það er magnþrungið að skreppa niður á Breiðamerkursand að njóta brimsins. Öldurnar gjálfra í flæðarmálinu en úti fyrir brotnar hafaldan óheft og af því verður mikill gnýr. Stöðugt gengur á landið og fer sjórinn sínu fram hvað sem líður bjástri og brölti mannanna.

Brimið hefur margvísleg hljóð og vafalaust nemur mannseyrað einungis hluta þeirra. Hér verður birt hljóðrit sem gert var 9. júlí 2009. Hljóðritið er birt í fullum gæðum, 16 bita hljóðritum. Hver og einn getur stillt hljóðið sem hann vill en ekkert hefur verið átt við hljóðritið.

Mælt er með því að fólk noti góð heyrnartól, vilji það njóta brimsins til hlítar.

Myndina tók Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 1. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband