fyrsti maí á Austurvelli 2010

Fyrsti maí var haldinn hátíðlegur á Austurvelli. Áður en fundur hófst varð fljótt ljóst að Alþingi götunnar undir forsæti Þorvalds Þorvaldssonar léti talsvert til sín takaog setti það sérstæðan svip á samkomuna. Slóg lið hans upp skjaldborg með táknrænum áletrunum og lét allófriðlega, jarmaði, baulaði og hafði í frammi önnur götulæti.

Hér verður birt hljóðrit af nokkrum hluta fundarins. Varaformaður Eflingar flutti ávarp og í lokin flutti formaður Landsambands framhaldsskólanema ræðu. Fundinum lauk síðan með Nallaum sem Lúðrasveit verkalýðsins og Svanur fluttu. fór þá sæluhrollur um hljóðritarann og hugsaði hann um gömul og góð lög eins og Syngjum um hinn mikla, réttláta og óskeikula, kínverska kommúnistaflokk.:)

Auglýst hafði verið að hljómsveitin Hjaltalín flytti baráttutónlist. Í staðinn framdi hún hávært popp með enskum textum og lagði þannig lið þeirri viðleitni að ganga á milli bols og höfuðs á íslenskri tungu. Kunnu hennir ýmsir litla þökk fyrir.

Ég var með 2 örsmáa hljóðnema frá Sennheiser sem ég festi á gleraugnaspangir. Héldu sumir að ég væri með nýtt hjálpartæki sem hjálpaði mér að skynja umhverfi mitt.

Hljóðritað var á 24 bitum, 44,1 kílóriðum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 1. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband