Morgunstund við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi

Veðurspáin var góð í gærkvöld og því ákvað ég að vakna snemma í morgun.

Ég pantaði mér leigubíl út að Bakkatjörn um kl. 05:40 og var komin þangað upp úr kl. 6. Ég setti upp hljóðnema á lágum standi og voru þeir u.þ.b. 40 cm frá jörðu. Kyrrð var á og, dúnalogn og breyskjuhiti. Sólin skein í heiði og allt lék í lyndi.

Ég hófst handa nokkuð norðan við svanslaupinn en færði mig svo um set því að mig langaði að komast nær spjalli þeirra. Þá þögnuðu þeir.

Í þessum hljóðritum ber mest á kríunni. Einnig koma við sögu nokkrar andartegundir, lóa, þúfutittlingur, mávar , flugur o.s.frv. Ef grannt er hlustað heyrist í seinna hljóðritinu ördauft í hávellu en hún greinist betur í fyrra hljóðritinu. Sennilega hefur vinstri framlengingarleiðslan bilað hjá mér og því er dálítið suð á vinstri rás þegar líður á hljóðritið.

Ekkert er skorið af hátíðninni í þessu hljóðriti en ráðist að 80 riðum til þess að draga úr ofurþungum undirtóni.

Þegar ég ákvað að halda heim á leið vandaðist málið. Símastúlkan á Hreyfli sagði að gatan Bakkatjörn væri ekki á skrá hjá sér og ekki dugði að biðja hana að segja bílstjóranum að halda áleiðis út á golfvöll Seltjarnarness. Málið leystist farsællega þegar konan spurði mig við hvaða götu Bakkatjörn væri. Ætli ég sé orðinn svo mikill Seltirningur að ég haldi að nesið sé nafli alheimsins? Hvar er hann þá ef ekki á Seltjarnarnesi?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Svipirnir í hrauninu - málverkasýning

Sólveig Eggerz Pétursdóttir, listmálari.Þriðjudaginn 25. maí verður opnuð á Hrafnistu í Hafnarfirði sýning Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Allar myndirnar eru málaðar á þessu og síðasta ári.

Sólveig Eggerz er landskunn fyrir list sína. Hún varð fyrst manna hér á landi til að mála á rekaviðarspýtur og báru þau verk hróður hennar víða um lönd.

Að undanförnu hefur Sólveig orðið að leggja olíulitina á hilluna og hefur tekið að mála með akríl-litum í staðinn. Í meðfylgjandi viðtali lýsir hún listsköpun sinni og því hvernig hún hefur tekist á við breyttar aðstæður.

Sólveig fæddist 29. maí árið 1925 og verður því 85 ára á kosningadaginn. Sjálf hefur hún það eftir einum dóttursonarsyni sínum að hún sé 29 ára og ætlar að vera það svo lengi sem henni endist aldur.

Viðtalið var hljóðritað í samkomusal Hrafnistu í Hafnarfirði 23. maí 2010.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 24. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband