Loftbólurnar í öldugjálfrinu o.fl.

Í dag fórum við Elín út á Álftanes að hljóðrita margæsir. Háfjara var um kl. 12:30 og vorum við komin um það leyti.

Við settum upp bækistöð neðan við Lambhaga og stilltum hljóðnemunum u.þ.b. 2-3 m frá fjöruborðinu. Síðan settist ég og hlustaði dáleiddur á öldugjálfrið.

Um kl. 13:35 varð ég var við að farið var að gutla einkennilega í bárunni og viti menn. Hljóðnemastandurinn var að fara í kaf og því góð ráð dýr. Náði ég honum og vöknaði í annan fótinn. Það var notalegt.

Í fyrra hljóðritinu heyrist greinilega hvernig loftbólurnar springa þegar ægir gælir við grundina. Þá heyrist í fyrstu kríunum sem sést hafa á Álftanesinu í ár og sitthvað fleira.

Í seinna hljóðritinu heldur ægir áfram að gæla við landið og einhverjir skotglaðir Íslenndingar afla sér í soðið fyrir utan. Ekki veit ég hvaðan vélardynurinn kemur en hugsanlega frá einhverju skipi.

Hljóðritað var með tveimur Sennheiser ME62 í 24 bita og 44,1 kílóriða upplausn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Krían er komin á Seltjarnarnes

Í kvöld renndum við hjónin aðeins út á Nes og sáum okkur til mikillar gleði að nokkrar kríur voru þar á sveimi. Við námum staðar við Bakkatjörnina og reyndi ég að fanga hljóð nokkurra þeirra. Þeir sem glöggir eru heyra að hljóðmyndin er mikið klippt. Vonandi gefst betra tækifæri síðar til að birta annað hljóðrit frá þessu dásamlega umhverfi.

Vegna þess hve mögninin er mikil heyrist þyturinn í grasinu og sitthvað sem mannseyrað tekur vart eftir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 9. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband