Tvísöngur breimakatta

Skuggi verkstæðisköttur (ljósmynd)

Við Elín vorum að ganga frá í kvöld upp úr kl. 23 þegar dásamlegur söngur barst að utan. Elín hvatti mig eindregið til þess að nýta tækifærið og hljóðrita. Ekki var vitað hve lengi söngskemmtan þessi stæði yfir og því var gripið það sem hendi var næst, Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD21U hljóðnemi.

Ég vona að hlustendur njóti sönglystarinnar þrátt fyrir vindgnauðið.

Ljósmyndin, sem prýðir þessa færslu, er fengin úr safni Önnu Maríu Sveinsdóttur á Stöðvarfirði. Skuggi vann um nokkurra ára skeið á verkstæði Síldarbræðslunnar á Fáskrúðsfirði, en Hrafn Baldursson, eiginmaður Maríu, var vinnufélagi hans. Skuggi fylgdi Hrafni gjarnan heim um helgar og naut þar góðs atlætis. Myndina sendi Þorgeir Eiríksson, Toggi, mikilvirkur ljósmyndari.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 5. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband