Kuldaboli

Þegar ég var barn trúði ég á Kuldabola. Mér fannst hann skelfileg skepna og það lét stundum hátt í honum.

Kuldaboli hélt sig stundum í stiganum niður í kjallara og það heyrðist í honum gegnum skráargatið á hurðinni, þessi margtóna, síbreytilegi hvinur. Nautin í Hábæ og í Dölum öskruðu eða bölvuðu, en Kuldaboli var engu skárri.

Þegar ég kom heim frá því að selja Viðskiptablaðið í gær hvein suðvistanáttin í örmjórri gætt á stofuglugganum. Ég lagði Olympus LS11 í gluggakistuna og hvarf á braut. Hljóðneminn nam einræður Kuldabola. Glöggir hlustendur heyra einnig tifið í stofuklukkunni og einhver hljóð að utan.

Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Ef einhver á ljósmynd af Kuldabola væri hún vel þegin.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 16. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband