Fimmtugasti passíusálmur kveðinn - heimsfrumflutningur

Á föstudaginn langa, 22. apríl 2011, fluttu 10 leikmenn 30 Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Selfosskirkju. Þá kvað sigurður sigurðarson, dýralæknir, 6 sálma við fornar, íslenskar stemmur og er það í fyrsta sinn sem það er gert, svo að vitað sé.

Í viðtali við ritstjóra síðunnar greinir Sigurður frá ýmsu sem tengist flutningnum. Síðan er fluttur 50. sálmur.

Viðtalið var hljóðritað með Olympus LS-11 en sálmurinn með Nagra Ares BB+ og shure VP88. Upprunalegu hljóðritin eru á 24 bitum.

Hjálparhella mín var sem endra nær eiginkona mín, Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 23. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband