Tónsnældan - kassettan - fimmtug

Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því að Philips í Hollandi setti tónsnælduna eða kassettuna á markað. Óhætt er að segja að snældan hafi valdið byltingu í lífi margra og hún varð eitt helsta hjálpartæki blindra námsmanna. Ekki má gleyma hlut hennar í hljóðbókaútgáfu um þriggja áratuga skeið.
Við tvíburarnir eignuðumst kassettutæki í maí árið 1965, en það reyndist gallað og skiptum við því út fyrir spólutæki.
Sumarið 1967, nánar tiltekið 21. júní, keyptum við kassettutæki hjá Elís Guðnasyni á Eskifirði, en hann flutti þau inn frá Hollandi. Hljóðrituðum við ýmislegt á snælduna sem fylgdi með tækinu. Hún er enn til og hafa tóngæðin haldist allvel.
Fimmtudaginn 24. janúar 2007 minntist ég þess í þættinum "Vítt og breitt" að 40 ár voru liðin frá árinu 1967. Þá dró ég fram snælduna og útvarpaði nokkrum brotum af því sem við hljóðrituðum um sumarið. Einnig slæddist frumútgáfa lagsins Fréttaauka af gamalli útvarpssspólu.
Hljóðritað var með hljóðnemanum sem fylgdi tækinu.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 31. ágúst 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband