Að kvöldi skírdags, 17. Apríl 2014, skall á suðvestan rok á Suðausturlandi eins og spáð hafði verið. Veðrið fór versnandi þegar á kvöldið leið og náði sennilega hámarki upp úr miðnætti.
Hafist var handa við að hljóðrita í eldhúsinu í Rjóðri á Stöðvarfirði, en glugginn glugginn veit á móti norðaustri.
Þaðan var haldið í stofuna þar sem vindurinn skall á húsinu. Upp úr miðnætti var svo endað í suðvestur-herberginu. Tekið skal fram að Rjóður er timburhús og hljómar eins og aðstæður gefa tilefni til.
Hljóðritað var með Olympus LS-11. Eindregið er mælt með að hlustað sé með heyrnartólum.
1. Hljóðritið er samfelld hljóðmynd.
2. 2. Hljóðritið er úr eldhúsinu, það þriðja úr stofunni og að lokum er fjórða hljóðritið úr suðvestur-herberginu. Þau eru birt í fullri upplausn.
3.
In English.
In the evening of April 17 2014 a southwesterly storm went over southeast Iceland. The recording started in the kitchen of Rjóður at Stöðvarfjörður, but the kitchen faces the northeast. Then I moved to the living room on the southwest side and ended at the room furthest to the west also facing southwest.
The house is built of wood and sounds like an excellent typical house of that kind.
The first recording is a sound immage of the storm in all the 3 rooms.
Recordings 2-4 are un-compressed recordings from the kitchen, living room and the room furthest to the west in WAV-form. Headphones are recommended.
Recorded with an Olympus LS-11.
Vindurinn - The wind | 26.4.2014 | 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hjónin Anna María Sveinsdóttir og Hrafn Baldursson í Rjóðri á Stöðvarfirði hafa haldið heimilisketti áratugum saman. Sá, sem nú nýtur atlætis hjá þeim, kallast Moli.
Að kvöldi skírdags, sem bar upp á 17. Apríl í ár sátum við Hrafn í eldhúsinu og las Hrafn fyrir mig upp úr blaðagrein. Mola virtist ekki alls kostar falla við að einhver annar en hann nyti athygli húsbóndans. Kom hann aftur og aftur og mjálmaði. Við reyndum hvor í sínu lagi að hleypa honum út. Hann fór út í dyr, hnusaði að illviðrinu og sneri síðan inn aftur. Sami leikurinn endurtók sig þar til að lokum að honum þóknaðist að hverfa á braut.
Ég gerði nokkrar tilraunir til að hljóðrita hann, en Moli þagnaði yfirleitt ef hljóðritanum var beint að honum. Í eitt skipti hóf hann umkvartanir sínar frammi á gangi og kom nöldrandi inn í eldhúsið. Það hljóðrit heppnaðist og er hér birt án leyfi kattarins.
Hljóðritað var með Olympus LS-11.
In English.
Anna María Sveinsdóttir and Hrafn Baldursson in Rjóður at Stöðvarfjörður, Iceland, usually have a cat. The current one, Moli, didnt seem to like when Hrafn was reading some article for me in the kitchen of Rjóður in the evening of April 17 this year. He kept on complaining until at last he decided to leave the house.
Recorded with an Olympus LS-11.
Bloggar | 26.4.2014 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 26. apríl 2014
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar