Faxasker

Hér er greint frá skipum þeim sem strönduðu og fórust við Faxasker á síðustu öld, en þau voru Ester 1918, Helgi VE 343 7. janúar 1950 og Eyjaberg í mars 1966. Mannbjörg varð er Ester og eyjabergið strönduðu, en 10 manns fórust með Helga (sjá þáttinn Helgaslysið 7. janúar 1950). Lesari í þættinum var Gunnþóra Gunnarsdóttir. Honum var útvarpað haustið 1999. Lesið er m.a. bréf sem Hallgrímur Júlíusson, skipstjóri á Helga, skrifaði vini sínum, Þórði Benediktssyni, um mikla svaðilför sem Helgi fór til Bretlands í febrúar 1943.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eplaskipið og aðrar sögur af sjó

Hér greinir frá samgöngum á milli Vestmannaeyja og lands á fyrri hluta síðustu aldar. M.a. er lesin frásögn Sigtryggs Helgasonar af siglingu til Eyja með Helga Helgasyni VE 343 rétt fyrir jólin 1947, en Helgi fór þá með rúmlega 60 farþega.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 3. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband