Miðvikudaginn 8. júlí 2009 skoðuðum við hjónin Þórbergssetrið á Hala í Suðursveit. Eftir að hafa snætt kvöldverð í húsnæði bændagistingarinnar á Gerði gengum við um nágrennið og nutum kvöldblíðunnar. Veittum við þá athygli lambi sem haft var í stekk ásamt gamalá nokkurri sem virtist láta sér standa á sama um það.
Skýringin reyndist vera sú að lambhrútur, sem nefndist Þorkell, varð móðurlaus og tók heimilisfólkið á Hala hann í fóstur. Gamalær þessi var sett honum til samlætis í stekkinn og er löng saga af því sem ekki verður rakin hér.
Ég hljóðritaði lambsjarminn, tók síðan einn jafminn, teygði og togaði þannig að úr varð að Þorkell jarmaði íslenska þjóðlagið, Gimbillinn mælti og grét við stekkinn.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ferðalög, Heimilishljóð, Minningar | 28.1.2010 | 21:48 (breytt 25.6.2010 kl. 22:43) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 65293
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha. Ég var farinn að sárvorkenna þess lambi undir þessu ámátlega jarmi þegar jarmið var skyndilega "poppað upp".
Stórfín upptaka. Það bergmálar svolítið i jarminu eins og staðið hafi verið nærri húsvegg. Getur það verið eða er mig að misheyrast? Hvaða hljóðnema ertu að nota þarna?
Annars er frábært að heyra og sjá að þú ert farinn af stað með svona síðu. Goðsögn í hljóðritun hefur liklega úr nægu að moða :-)
Magnús Bergsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 13:30
Ég notaði Sennheiser ME-62 hljóðnema sem eru mjög opnir eins og þú veist og henta mjög vel til þss að hljóðrita umhverfi. Ég legg oft talsverða áherslu á tiltekið viðfangsefni og umhverfi þess.
Bergmálið er dæmi um það hvernig vel getur tekist til. Skammt frástekknum eða gerðinu voru einhver gripahús og kann endurkast hljóðsins að hafa stafað frá þeim. Annars barst hljóðið um langan veg á þessu lognkyrra kvöldi og því óvíst að vita hvaðan bergmálið kom í raun.
Ég lét hljóðnemana vísa hvorn frá öðrum og mynda nokkurn veginn 100° horn. U.þ.b. hálfur metri var á milli þeirra eða rúmlega það. Þessi aðferð hentar einkar vel þegar menn eru með opna hljóðnema og vilja ná víðri umhverfishljóðmynd.
Hljóðritinn var Nagra Ares BB+ og upplausnin 16 bitar.
Arnþór Helgason, 30.1.2010 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.