Sunnudaginn 9. Mars árið 2008 var sólskin og svalt veður í Reykjavík. Við Elín fórum á stjá með Birgi Þór, sem var þá nýorðinn þriggja ára og gáfum fuglunum brauð.
Við hófumst handa við stærstu brauðsúpu á Íslandi, Tjörnina í Reykjavík.
Fyrsta brotið er frá tjarnarbakkanum við Vonarstræti.
Þá bregðum við okkur yfir á bakkann Tjarnargötumegin og hlýðum á svanasöng í fjarska. Þannig hljómar hann einna best.
Þaðan er haldið út á Seltjarnarnes og numið staðar við Bakkatjörn. Þar er fuglalíf fjölskrúðugt og þögnin umhverfis tjörnina dýpri en við Reykjavíkurtjörn.
Við hrekjumst að vísu þaðan vegna umferðar og nemum að lokum staðar í fjörunni í Bakkavík.
Öldurnar brotna í flæðarmálinu, við nemum skvaldur sendlinga og æðarfuglsins og á skerjunum fyrir utan brotnar brimið. Ef grannt er eftir hlustað heyrist bátur á siglingu í áttina að Gróttu.
Notaður var Shure VP88 víðómshljóðnemi. Skorið var af 80 riðum. Hljóðritinn var Nagra Ares BB+.
Flokkur: Umhverfismál | 31.1.2010 | 11:28 | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg upptaka. Þetta minnir mig á að ég rakst á svipaða 20 ára gamla upptöku af tjörnini í kassettusafni mínu. Ég velti því fyrir mér hvort umferðarniðurinn hafi ekki breyst. Ég er ekki frá því að það mátti heyra meira í rússneskum Lödum í þessari gömlu upptöku en heyra má í dag. Ég þarf að leggjast í "rannsóknir" :-)
Magnús Bergsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.