Fuglunum gefið

 

Sunnudaginn 9. Mars árið 2008 var sólskin og svalt veður í Reykjavík. Við Elín fórum á stjá með Birgi Þór, sem var þá nýorðinn þriggja ára og gáfum fuglunum brauð.

 

Við hófumst handa við stærstu brauðsúpu á Íslandi, Tjörnina í Reykjavík.

 

Fyrsta brotið er frá tjarnarbakkanum við Vonarstræti.

Þá bregðum við okkur yfir á bakkann Tjarnargötumegin og hlýðum á svanasöng í fjarska. Þannig hljómar hann einna best.

 

Þaðan er haldið út á Seltjarnarnes og numið staðar við Bakkatjörn. Þar er fuglalíf fjölskrúðugt og þögnin umhverfis tjörnina dýpri en við Reykjavíkurtjörn.

 

Við hrekjumst að vísu þaðan vegna umferðar og nemum að lokum staðar í fjörunni í Bakkavík.

Öldurnar brotna í flæðarmálinu, við nemum skvaldur sendlinga og æðarfuglsins og á skerjunum fyrir utan brotnar brimið. Ef grannt er eftir hlustað heyrist bátur á siglingu í áttina að Gróttu.

 

Notaður var Shure VP88 víðómshljóðnemi. Skorið var af 80 riðum. Hljóðritinn var Nagra Ares BB+.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg upptaka. Þetta minnir mig á að ég rakst á svipaða 20 ára gamla upptöku af tjörnini í kassettusafni mínu. Ég velti því fyrir mér hvort umferðarniðurinn hafi ekki breyst. Ég er ekki frá því að það mátti heyra meira í rússneskum Lödum í þessari gömlu upptöku en heyra má í dag. Ég þarf að leggjast í "rannsóknir" :-)

Magnús Bergsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband