Nýtt hljóðrit með Steindóri Andersen

Það er á engan hallað þótt fullyrt sé að Steindór Andersen, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sé nú mestur kvæðamaður hér á landi. Hann hefur öðrum fremur hafið stemmuna til þeirrar virðingar sem henni ber innan íslenskrar menningar.

Á fundi Iðunnar, 5. Febrúar síðastliðinn, kvað hann úr kosningarímum séra Guðlaugs Guðmundssonar, prests á Stað í Steingrímsfirði, sem hann orti vegna kosningar sýslunefndarmanns, sem fram fór að Hrófbergi á Jónsmessunni 1912. Guðlaugur orti þessa rími í riddarasagnastíl til þess að spauga með þá sem að þessari kosningu stóðu.

Hljóðrit þetta er birt með samþykki Steindórs.

Notaður var Shure VP88 víðómshljóðnemi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband