Vernharður Bjarnason - Venni frændi

Vernharður Bjarnason fæddist 16. júní 1917 og lést 1. mars árið 2001. Hann var einhver mesti frænd æsku minnar í föðurætt, en Benedikt, föðurfaðir minn og Bjarni, faðir Venna, voru bræðrasynir. Bjarni mun m.a. hafa átt hlut að því að fá föður mínum hið góða fóstur hjá þeim hjónum, Sigtryggi Péturssyni og Hólmfríði Magnúsdóttur á Húsavík nokkru eftir að móðir hans dó frá honum rúmlega árs gömlum.

Árið 1992 bað ég Venna að rifja upp kynni sín af föður mínum, Helga Benediktssyni, athafnamanni í Vestmannaeyjum. Venni kunni einhver reiðinnar býsn af sögum og sagði betur frá en flestir sem ég hef þekkt. Varð hann vel við bón minni.

Sjö árum síðar tók ég hann enn tali og bað hann að segja mér frá kynnum sínum af vélskipinu Helga VE 333 sem fórst við Faxasker 7. janúar árið 1950. Notaði ég brot úr þeirri frásögn í útvarpsþætti sem ég gerði um slysið.

Frásagnir Venna frænda hafa aldrei verið birtar í heild. Birti ég þær nú algerlega óklipptar í minningu þeirra frændanna, föður míns og hans. Þeir áttu margt saman að sælda og þótti vænt hvorum um annan. Og móðir mín sagði um Venna að hann væri ráðabesti maður sem hún hefði þekkt og oft óskaði hún þess að Venni réði öllu hér á landi.

Njótið heil.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir þessi fallegu orð um Venna frænda. Ég ætla að láta taka viðtölin upp á disk fyrir mömmu að heyra. Hún notar ekki Netið.  Bestu kveðjur,

Bjarni Sigtryggsson.

Bjarni Sigtryggsson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband