Reykjavík 871 +-2

Sumarið 2006 rakst ég inn á sýninguna Reykjavík 871 +-2 á göngu okkar hjóna um borgina. Ég varð uppnuminn. Þessi sýning er á meðal hins besta sem unnið hefur verið á svið menningarsögu hér á landi. Ég vann þátt fyrir Ríkisútvarpið um sýninguna þar sem lýst er tilurð hennar og uppsetningu.

Ég vænti þess að þáttur sá sem hér er birtur virði til þess að einhverjir njóti sýningarinnar. Við hjónin höfum sótt hana nokkrum sinnum og finnum ætíð eitthvað nýtt.

Öll viðtöl og kynningar voru hljóðrituð með Nagra Ares-M. Notaðir voru Sennheiser ME62, ME65 og víðómshljóðnemi sem festur var á tækið (viðtalið við Orra Vésteinsson).

Þátturinn var unninn í Soundforge og kynningar lesnar í svefnherbergi okkar hjóna.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband