Krummi krunkar úti

Um þetta leyti ber mikið á hrafni á höfuðborgarsvæðinu. Hann skemmtir mörgum með krunki sínu og athæfi.

Þann 10. febrúar árið 2009 hitti ég að máli Ólaf Nielsen og fékk hann til að segja mér frá hrafninum. Var samtalinu útvarpað tveimur dögum síðar.

Í upphafi syngur Elín Árnadóttir, eiginkona mín, hjálparhella og vinurinn besti, lagið Krummi krunkar úti sem ég gerði handa Birgi Finnssyni, systursyni mínum árið 1967, en þá var hann á þriðja ári. Lagið er samið eftir 5 tóna skalanum og ar einhver baráttusöngur rauðu varðliðanna fyrirmyndin, en ég var þá orðinn Maoisti sem ég hef verið síðan.

Hrafnana, sem koma fram í þættinum, hljóðrituðum við Pétur Halldórsson. Notaði hann Shure VP88 en ég beitti tveimur Sennheiser ME62 sem mynduðu um 100° horn og vísuðu hvor frá öðrum. Samtalið var hljóðritað með Sennheiser ME-65, en hljóðrýmið var þess eðlis að nota varð stefnuvirkan hljóðnema.

´Serstök athygli er vakin á lokum þáttarins. Þá kemur hrafn aðvífandi, sest á handriðið, gaumgærir hljóðnemana og flýgur svo á brott í skyndi. Setjið því á ykkur góð heyrnartól og njótið hreyfingarinnar í hljóðritinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband