Ómarsgangan 28. september 2006

Það var eftirminnilegt þegar Ómar Ragnarsson efndi til samstöðugöngu gegn virkjun við Kárahnúka 28. september 2006. Ég hljóðritaði alla gönguna og á athyglisverða hljóðmynd af henni. Hún verður e.t.v. birt síðar. Um 10-12.000 manns sóttu útifundinn sem haldinn var eftir gönguna.

Ég gerði göngunni örlítil skil í stuttum pistli fyrir þáttinn Vítt og breitt. Hann fær að fljóta inn á þessa síðu. Í lokin er rætt við séra Jón Ragnarsson.

Notaður var Nagra Ares-M hljóðriti með áfestum víðómshljóðnema.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Þetta er nú alveg órtúlega góð upptaka. Eru þetta ekki Nagra hljóðnemarnir sem eru á sjálfu tækinu? Þú færð mig ekki til að trúa því að þú hafir verið að nota "Lo-pass filterinn" á þessari upptöku. Andrumsloftið kemur skemtilega vel fram í upptökunni.

Magnús Bergsson, 18.3.2010 kl. 00:54

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Hægt er að fá tvenns konar hljóðnema með Nagra Ares-m tækjunum og eru þeir festir á enda þeirra. Annar er víður einómshljóðnemi (mono) og hinn víðóms. Víðómshljóðneminn gerir það að verkum að óæskilegt er að handfjatla tækið ekki mikið á meðan á hljóðritun stendur. Það fer vel í hendi og er þetta því fremur auðvelt. Hljóðnemanum erhreinlega smellt ofan á tækið eins og tappa á pela og situr þar fastur. Ég nota aldrei neina hljóðsíu þegar ég hljóðrita með Nagra Ares-M en fikta stundum við hljóðið eftir á. Í þessu hljóðriti átti ég lítið sem ekkert við hljóðið þegar pistillinn var unninn í soundforge.

Ég verð þó að viðurkenna og geri það án allrar samvisku að ég las kynninguna inn daginn áður en pistlinum var útvarpað. Fór ég út á hlað síða kvölds og las kynninguna. Þar með fékk ég algerlega hljóðeinangrað rými, þ.e. sköpunarverkið sem er þannig innréttað að hljóð endurkastast ekkert. Í sumar þurfti ég að grípa til svipaðs ráðs og greini frá því þegar sá pistill ratar á netið. Ef til vill væri rétt að útlista nánar hvernig pistlarnir eru unnir, einkum þeir sem ég hef unnið sjálfur frá grunni.

Arnþór Helgason, 18.3.2010 kl. 07:43

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Þar kom skýringin. Þetta var þá mix. Hreint út sagt frábært. Það var eitthvað við talandann í þér og bakgrunninn sem var annaðhvort snildarhljóðblöndun eða svona afburðar upptaka. Þetta hljómaði eins og skemmtileg "Photoshop mynd"

Ég á greinilega ýmislegt eftir ólært enda óvanur að vinna útvarpsþætti.

Ef þú ætlar að fara "kjafta frá" hvernig þú vinnur þetta, þá þarf maður að byrja á því að hlusta áður en maður fer að lesa:-)

Mér finnst nefnilega oft gaman að hlusta eftir vinnuni við hljóðin.

Magnús Bergsson, 19.3.2010 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband