Það var eftirminnilegt þegar Ómar Ragnarsson efndi til samstöðugöngu gegn virkjun við Kárahnúka 28. september 2006. Ég hljóðritaði alla gönguna og á athyglisverða hljóðmynd af henni. Hún verður e.t.v. birt síðar. Um 10-12.000 manns sóttu útifundinn sem haldinn var eftir gönguna.
Ég gerði göngunni örlítil skil í stuttum pistli fyrir þáttinn Vítt og breitt. Hann fær að fljóta inn á þessa síðu. Í lokin er rætt við séra Jón Ragnarsson.
Notaður var Nagra Ares-M hljóðriti með áfestum víðómshljóðnema.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Flokkur: Umhverfismál | 14.3.2010 | 17:18 (breytt 4.4.2010 kl. 13:03) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 65354
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú alveg órtúlega góð upptaka. Eru þetta ekki Nagra hljóðnemarnir sem eru á sjálfu tækinu? Þú færð mig ekki til að trúa því að þú hafir verið að nota "Lo-pass filterinn" á þessari upptöku. Andrumsloftið kemur skemtilega vel fram í upptökunni.
Magnús Bergsson, 18.3.2010 kl. 00:54
Hægt er að fá tvenns konar hljóðnema með Nagra Ares-m tækjunum og eru þeir festir á enda þeirra. Annar er víður einómshljóðnemi (mono) og hinn víðóms. Víðómshljóðneminn gerir það að verkum að óæskilegt er að handfjatla tækið ekki mikið á meðan á hljóðritun stendur. Það fer vel í hendi og er þetta því fremur auðvelt. Hljóðnemanum erhreinlega smellt ofan á tækið eins og tappa á pela og situr þar fastur. Ég nota aldrei neina hljóðsíu þegar ég hljóðrita með Nagra Ares-M en fikta stundum við hljóðið eftir á. Í þessu hljóðriti átti ég lítið sem ekkert við hljóðið þegar pistillinn var unninn í soundforge.
Ég verð þó að viðurkenna og geri það án allrar samvisku að ég las kynninguna inn daginn áður en pistlinum var útvarpað. Fór ég út á hlað síða kvölds og las kynninguna. Þar með fékk ég algerlega hljóðeinangrað rými, þ.e. sköpunarverkið sem er þannig innréttað að hljóð endurkastast ekkert. Í sumar þurfti ég að grípa til svipaðs ráðs og greini frá því þegar sá pistill ratar á netið. Ef til vill væri rétt að útlista nánar hvernig pistlarnir eru unnir, einkum þeir sem ég hef unnið sjálfur frá grunni.
Arnþór Helgason, 18.3.2010 kl. 07:43
Þar kom skýringin. Þetta var þá mix. Hreint út sagt frábært. Það var eitthvað við talandann í þér og bakgrunninn sem var annaðhvort snildarhljóðblöndun eða svona afburðar upptaka. Þetta hljómaði eins og skemmtileg "Photoshop mynd"
Ég á greinilega ýmislegt eftir ólært enda óvanur að vinna útvarpsþætti.
Ef þú ætlar að fara "kjafta frá" hvernig þú vinnur þetta, þá þarf maður að byrja á því að hlusta áður en maður fer að lesa:-)
Mér finnst nefnilega oft gaman að hlusta eftir vinnuni við hljóðin.
Magnús Bergsson, 19.3.2010 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.