Fýlaskvaldrið í Arnarneshamri

Arnarneshamar er á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi. Þegar haldið er yfir í Álftafjörð er farið um dyr sem gerðar voru gegnum hamarinn árið 1949.

Þegar menn fara akandi til Súðavíkur veita fáir því athygli að mikil fýlabyggð er í hamrinum. Hljóðritið, sem hér er birt, var gert 2. júlí 2009. Auk fýlanna taka nokkrir lundar til máls og farþegabátur heyrist sigla út djúpið.

Einn fýllinn flaug svo nærri mér að mér varð hverft við. Það verður hlustendum væntanlega einnig. Mælt er með að fólk hlusti í góðum heyrnartólum.

Ég breiddi út faðminn við hamrinum og hélt á ME-62 hljóðnema í hvorri hendi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband