Sunnudagsboðið

Móðir mín, Guðrún Stefánsdóttir (1908-2009), var gestrisin kona og vildi gjöra öllum eitthvað gott.

Þegar hún var um nírætt fór hún að bjóða nágrönnum sínum í mat. Þeir voru kröfuharðir sérvitringar og heimtuðu að fá mat sinn framreiddan á svölunum. Þar slógust þeir hver sem betur gat um hverja örðu.

Í mars 1998 laumaði ég hljóðnema út á svalirnar og hljóðritaði ósköpin. Gerði ég örstutta hljóðmynd fyrir Ríkisútvarpið. Hún glataðist og endurgerði ég hana því árið 2007.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband