Verðandi harmonikusnillingar

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 8. janúar 2010, komu m.a. fram þeir flemming Viðar Valmundsson, 14 ára og Jónas Ásgeir Ásgeirsson, 16 ára, en þeir stunda báðir nám í harmonikuleik. Léku þeir bæði sígild tónverk og alþýðlegri tónlist. Hljóðfæraleikur þeirra var hljóðritaður eins og allt efni funda Iðunnar.

Góðfúslegt leyfi hefur fengist til að birta sýnishorn af flutningi þeirra hér á síðunni. Hér er fyrst og fremst um tónleikahljóðrit að ræða. Þau eru oft skemmtilegri og meira lifandi en hljóðrit úr hljóðverum þar sem allt er dauðhreinsað.

Notaðir voru tveir Sennheiser ME-64 hljóðnemar. Þeir vísuðu hvor að öðrum og mynduðu um 100° horn. Þeir voru um 2 m frá tónlistarmönnunum í u.þ.b. 1,6 m hæð. Elín Árnadóttir sá um að stilla þeim upp en hún hefur einkargott auga fyrir réttri uppsetningu hljóðnema.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband