fyrsti maí á Austurvelli 2010

Fyrsti maí var haldinn hátíðlegur á Austurvelli. Áður en fundur hófst varð fljótt ljóst að Alþingi götunnar undir forsæti Þorvalds Þorvaldssonar léti talsvert til sín takaog setti það sérstæðan svip á samkomuna. Slóg lið hans upp skjaldborg með táknrænum áletrunum og lét allófriðlega, jarmaði, baulaði og hafði í frammi önnur götulæti.

Hér verður birt hljóðrit af nokkrum hluta fundarins. Varaformaður Eflingar flutti ávarp og í lokin flutti formaður Landsambands framhaldsskólanema ræðu. Fundinum lauk síðan með Nallaum sem Lúðrasveit verkalýðsins og Svanur fluttu. fór þá sæluhrollur um hljóðritarann og hugsaði hann um gömul og góð lög eins og Syngjum um hinn mikla, réttláta og óskeikula, kínverska kommúnistaflokk.:)

Auglýst hafði verið að hljómsveitin Hjaltalín flytti baráttutónlist. Í staðinn framdi hún hávært popp með enskum textum og lagði þannig lið þeirri viðleitni að ganga á milli bols og höfuðs á íslenskri tungu. Kunnu hennir ýmsir litla þökk fyrir.

Ég var með 2 örsmáa hljóðnema frá Sennheiser sem ég festi á gleraugnaspangir. Héldu sumir að ég væri með nýtt hjálpartæki sem hjálpaði mér að skynja umhverfi mitt.

Hljóðritað var á 24 bitum, 44,1 kílóriðum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Það var eins gott félagi Arnþór, að ég mætti ekki með græjurnar mínar í bæinn í dag 1. maí.  Annars hefði orðið metingur á því hver hefði náð betri upptökum af þessum viðburðum.

...en satt best að segja nagaði ég mig í handabökin í dag yfir því að fara ekki niður í bæ. Fyrir utan sumardaginn fyrsta þá er þetta mikill dagur.

Vindurinn var það mikill í austurbænum að græjurnar drógu mig ekki út úr húsi. Mér sýnist að þér hafi tekist vel til þrátt fyrir vindinn. Varstu með svampa eða loðhúfu á hljóðnemunum?

Ég get sagt að ég hafi farið niður í bæ eftir að hafa hlustað á þetta hljóðrit. Alltaf gaman að heyra í Þorvaldi Komma þenja raddböndin. Mér sýnist að margir séu farnir að taka hann sér til fyrirmyndar.

Ég varði hinsvegar bróðurparti dagsins við að koma afrakstri fimmtudagskvöldsins á vefinn hjá mér. Þó það hefði mátt vera Rússneskt Balalaika spil þá er það að mestu Bluegrass og Keltnekt.

www.fieldrecording.net

Magnús Bergsson, 1.5.2010 kl. 22:48

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Ég á ekki svampa með hljóðnemunum heldur loðhúfur. Þarf hugsanlega að útvega mér svampa. Ég taldi ekki ástæðu til að hafa húfurnar með í dag en hálfsá eftir því. Í staðinn notaði ég 100 riða síuna og því gælir vindurinn örlítið við hljóðnemana. Samt skila tóngæði lúðrasveitarinnar sér mætavel og mun betur en ég átti von á.

Þú misstir af Hjaltalín, en þaur léku af list og lyst þótt mér hafi ekki fallið tónlistin. Yfirleitt er lítið gaman að hljóðrita rafvædda tónlist gegnum hátalarakerfi þar sem hljóðfærin dreifast ekki heldur allt sent út í einum hrærigraut.

Aldrei dettur mér íhug að metastum hljóðrit. Þau eru gerð út frá ótrúlega mörgum forsendum. Fyrst og fremst ber ég virðingu fyrir þér sem hljóðlistamanni og dáist að fundvísi og fegurðarskyni - reyndar skopskyni líka.

Arnþór Helgason, 1.5.2010 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband