Loftbólurnar í öldugjálfrinu o.fl.

Í dag fórum við Elín út á Álftanes að hljóðrita margæsir. Háfjara var um kl. 12:30 og vorum við komin um það leyti.

Við settum upp bækistöð neðan við Lambhaga og stilltum hljóðnemunum u.þ.b. 2-3 m frá fjöruborðinu. Síðan settist ég og hlustaði dáleiddur á öldugjálfrið.

Um kl. 13:35 varð ég var við að farið var að gutla einkennilega í bárunni og viti menn. Hljóðnemastandurinn var að fara í kaf og því góð ráð dýr. Náði ég honum og vöknaði í annan fótinn. Það var notalegt.

Í fyrra hljóðritinu heyrist greinilega hvernig loftbólurnar springa þegar ægir gælir við grundina. Þá heyrist í fyrstu kríunum sem sést hafa á Álftanesinu í ár og sitthvað fleira.

Í seinna hljóðritinu heldur ægir áfram að gæla við landið og einhverjir skotglaðir Íslenndingar afla sér í soðið fyrir utan. Ekki veit ég hvaðan vélardynurinn kemur en hugsanlega frá einhverju skipi.

Hljóðritað var með tveimur Sennheiser ME62 í 24 bita og 44,1 kílóriða upplausn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband