Svipirnir í hrauninu - málverkasýning

Sólveig Eggerz Pétursdóttir, listmálari.Þriðjudaginn 25. maí verður opnuð á Hrafnistu í Hafnarfirði sýning Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Allar myndirnar eru málaðar á þessu og síðasta ári.

Sólveig Eggerz er landskunn fyrir list sína. Hún varð fyrst manna hér á landi til að mála á rekaviðarspýtur og báru þau verk hróður hennar víða um lönd.

Að undanförnu hefur Sólveig orðið að leggja olíulitina á hilluna og hefur tekið að mála með akríl-litum í staðinn. Í meðfylgjandi viðtali lýsir hún listsköpun sinni og því hvernig hún hefur tekist á við breyttar aðstæður.

Sólveig fæddist 29. maí árið 1925 og verður því 85 ára á kosningadaginn. Sjálf hefur hún það eftir einum dóttursonarsyni sínum að hún sé 29 ára og ætlar að vera það svo lengi sem henni endist aldur.

Viðtalið var hljóðritað í samkomusal Hrafnistu í Hafnarfirði 23. maí 2010.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband