Bílskúrshljómsveitir - legið á hleri

Veturna 2005 og 2006 æfði sig ungur trommuleikari í bílskúr andspænis Tjarnarbóli 14 og bárust slög hans um nágrennið á kyrrum vetrarkvöldum. Fylgdist ég með því hvernig honum fór stöðugt fram.

Veturinn 2006 hvarf hann um skeið úr bílskúrnum. Um vorið kom hann síðan aftur og þá hálfu öflugri en fyrr. Nú hafði hann með sér heila hljómsveit sem æfði fyrir unglingahátíð á Seltjarnarnesi. Eftir hádegi einn föstudag í maí 2006 var mild vestangola eins og oft um þetta leyti árs og piltarnir í bílskúrnum voru í ham. Heilmikið var um að vera, talsverð umferð bíla og flugvéla og hljóðumhverfið hið ákjósanlegasta. Stalst ég til að hljóðrita og stillti shure VP88 upp á borði úti á svölum. Notaður var Nagr Ares-M hljóðriti.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Gaman að þessu..Ekki slæmt.

hilmar jónsson, 27.6.2010 kl. 21:17

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Arnþór: Lumarðu ekki á einhverjum gömlum upptökum frá vísnakvöldunum í Þjóðleikhúskjallaranum í denn ?

hilmar jónsson, 27.6.2010 kl. 21:29

3 Smámynd: Arnþór Helgason

Ég hljóðritaði aldrei vísnakvöldin og kom reyndar lítið nærri Vísnavinum. Gísli Helgason, Aðalsteinn Ásberg sigurðsson eða Helgi E. Kristjánsson hljóta að hafa þessi hljóðrit undir höndum. Reyndar gerði Gísli vísnakvöldunum skil í ágætum útvarpsþáttum fyrir nokkrum árum.

Arnþór Helgason, 27.6.2010 kl. 21:54

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Takk fyrir þessar upplýsingar Arnþór.

Ég sótti þessi kvöld stundum í gamla daga og hafði gaman af, en hef ekki rekist nein staðar á upptökur frá þeim.

kv.

hilmar jónsson, 27.6.2010 kl. 22:00

5 identicon

Bráðskemmtilegt blogg sem þú heldur úti.

en varðandi hljómsveitina þá er þetta hljómsveitin Ultramegatechnobandið Stefán ef mér skjátlast ekki.

JSS (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband