Hettumávar og aðrir fuglar á Seltjarnarnesi

Að kvöldi 14. júlí gerði hellidembu á Seltjarnarnesi og var það sjálfsagt síðdegisskúrin sem spáð var.

Elín fór með mér út í fjöruna við Gróttu og hafði ég sett upp búnaðinn þar um kl. 11:30. Þar voru fleiri en ég og þurftu mikið að spjalla saman um leið og þeir nutu undurfagurs útsýnis. Nokkur gola var.

Um miðnættið lygndi og við Elín færðum okkur sunnar í átt að golfvellinum. Þar voru hettumávar, svartbakar og fleiri fuglar í æti. Æðarkollur tóku þátt í samræðunum og a.m.k. ein stokkönd auk annarra fugla hafði uppi ýmsar skoðanir.

Notaðir voru tveir ME62 hljóðnemar sem mynduðu u.þ.b. 100°hornog hljóðritað með Nagra Ares BB+ á 24 bitum, 44,1 khz. Hljóðritið er birt hér sem mp3skjal í 320 kb upplausn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Magnað.

Bý sjálfur við sjóinn og veit ekkert hljóð meira róandi en niðurinn í sjónum og gargandi mávar :)

Kv.

ThoR-E, 15.7.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband