Dagana 21.-23. júlí vorum við Elín úti í Grímsey í góðu yfirlæti og nutum gestrisni eyjaskeggja. Fengum við bíl til umráða og komumst því yfir stærra svæði en ella. Okkur hafði verið tjáð að ekki tæki því að taka Orminn bláa með okkur út í Grímsey því að fjarlægðir væru þar litlar. en eyjan er um 6 km að lengd frá norðri til suðurs og rís í rúmlega 100m hæð þar sem hún er hæst. Hefði Ormurinn því komið að góðum notum.
fyrsta daginn fórum við í leiðangur upp á norðurhluta eyjarinnar. Námum við staðar við Köldugjá sem er á norðanverðri austurhlið Grímseyjar. Þar var hljóðumhverfið skemmtillegt. riturnar kvörtuðu hver við aðra sem mest þær máttu, fýllinn skvaldraði undir og lundarnir horfðu spekingslega í kringum sig. Frá þeim heyrðist fátt. Þótt bjpörgin iðuðu af lífi var það þó einungis svipur hjá sjón hjá því sem verður um varptímann, enda tel ég mig eiga erindi út í Grímsey næsta sumar.
Við komum tveimur Sennheiser ME62 fyrir og hljóðrituðum í fullri 24 bita upplausn á 44,1 kílóriðum. Hljóðritið er hér birt án nokkurrar hljóðsíunar svo að dýptin njóti sín sem best. Þess vegna heyrist örlítið í andblænum.
Hlustendur eru hvattir til að koma sér vel fyrir og hlusta annaðhvort í góðum heyrnartólum eða hátölurum.
Meginflokkur: Fuglar | Aukaflokkur: Grímsey | 26.7.2010 | 17:54 (breytt 30.7.2010 kl. 23:40) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 65352
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning