Grímseyjarferjan Sæfari

Það er gaman á Grímseyjarsundi. Ljósmynd: Elín Árnadóttir

Við Elín sigldum á milli Dalvíkur og Grímseyjar dagana 21. og 23. júlí. Veður var blítt í bæði skiptin og ládauður sjór. Héldu margir sig á afturþiljum skipsin sem var kallað á Gullfossi Prómenaðedekk.

Fyrra hljóðritið var gert þegar Sæfari lagði úr höfn í Grímsey. Ég stóð aftur við rekkverkið og beindi hljóðnemunum útyfir bílaþilfarið.

Seinna hljóðritið lýsir siglingu skipsins. Þá stóð ég á bakborða miðskips og beindi hljóðnemunum út fyrir borðstokkinn til þess að nema boðaföllin.

Þessi hljóðrit eru einkum ætluð þeim sem hafa yndi af vélahljóði skipa. Því miður tókst mér ekki að afla mér upplýsinga um vélbúnað skipsins, stærð o.fl þar sem Skipaskrá Íslands er læst. Hafi einhver þær upplýsingar verða þær vel þegnar í athugasemdum.

Myndina tók Elín Árnadóttir þegar siglt var út í Grímsey 21. júlí 2010.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband