Við Elín vorum í Grímsey 21.-23. júlí og nutum hins besta atlætis. Samvistum við okkur voru frænkurnar Þorbjörg Jónsdóttir og Höskuldsdóttir. Sú fyrri á frænku sem ætttuð er úr Grímsey og hafði hún ámálgað við Sæmund Ólafsson að hann færi með þr frænkur í siglingu. Við Elín höfðum einnig hug á að komast í siglingu og svo var einnig um fleiri. Varð úr að ég hringdi til Sæmundar og tók hann málaleitan minni afar vel, en frænka Þorbjargar hafði þá þegar haft samband við hann.
Við héldum úr höfn um kl. 12:30 fimmtudaginn 22. júlí. Með Sæmundi voru sonur hans, Þórir ásamt smásveininum Karli, syni Þóris.
Siglt var meðfram austurströnd Grímseyjar, en við norðanverða eyna rísa björgin í um 100 metra hæð. Öðru hverju var stansað og Sæmundur lýsti því sem fyrir augu og eyru bar. Einu launin sem hann vildi fyrir þessa unaðsstund var koss á kinn frá kvenfólkinu.
Þessari færslu fylgir hljóðrit. Fuglamergð er mikil við Miðgarðaurð eins og sæmundur lýsti fyrir okkur. Sem þaulreyndur veiðimaður vissi hann hvernig fæla skyldi fuglinn úr bjarginu. Þeim, sem hlusta með heyrnartólum, er ráðlagt að vera við öllu búnir.
Meginflokkur: Fuglar | Aukaflokkar: Sjórinn, Grímsey, Vélar | 28.7.2010 | 17:54 (breytt 30.7.2010 kl. 23:36) | Facebook
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 65352
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur verið magnað að vera undir bjarginu þegar skotinu var hleypt af. Þetta hljóðrit minnir mig líka á það að ég á engan góðan hljóðnema sem ég gæti notað í svona upptökur. Maður getur ekki verið með Binaural hljóðnema ef maður vill eiga samskipti við samferðafólk sitt.
Þú hefur líklega verið þarna með VP88, ekki satt?
Magnús Bergsson, 29.7.2010 kl. 20:46
Þú átt víst svona hljóðnema.:) Ég notaði ME62 og notaði einnig 100 riða síuna á Nagra-tækinu. Þannig varð hljóðið fullkomið. Skothvellurinn fór eitthvað uppfyrir 0 db, en þegar hlustað er á hljóðritið í 24 bita upplausn heyrist engin bjögun. Sendi þér hvellinn á eftir.
Arnþór Helgason, 29.7.2010 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning