Öldugjálfur á Grenivík

Pétur Halldórsson, hinn vinsæli útvarpsmaður, sendi mér hljóðrit af öldugjálfri á Grenivík sem hljóðritað var 8. október. Þar heyrist hvernig bárurnar róta til möl og sandi. Pétur lýsir aðstæðum svo:

„Já, þetta voru frábærar aðstæður, steypt bryggja út í sjó, öldurnar brotnuðu beggja vegna og nokkru fjær var sandfjara þar sem öldurnar brotnuðu mjúklegar. Fuglarnir voru svona þrjátíu metra frá landi. Þarna var mjög hægur vindur svo að lítið sem ekkert vindhljóð kom með á upptökuna. Heldur engin truflandi bílaumferð.. Ég stillti hljóðnemann á víðustu stillinguna.“

Þess skal getið að Pétur hefur notað Shure VP88 um 5 ára skeið með undraverðum árangri eins og þetta snilldarhljóðrit ber vitni um.

Það er mér bæði sérstakur heiður og ánægja að kynna Pétur sem fyrsta gestahljóðritara Hljóðbloggsins.

Pétur bætti við tveimur hljóðritum. Í öðru hljóðritinu heyriist hvernig sjórinn leikur sér við grjótgarðinn á Grenivík. Í því þriðja brotna öldurnar með hefðbundnum hætti, ördauft vélarhljóð heyrist í vinstri rás og greina má hljóð í mávum og hávellu.

Þessi hljóðrit fá best notið sýn í góðum heyrnartólum eða hátölurum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Notað tækni gæti  Grieg

góð er síðan þín 

gjálfrar alda á Grenivík

og gleður eyru mín,

IHJ (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband